Innlent

Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári fjölgaði um 12,7 prósent frá 2011. Mest umferð er um Kaupmannahafnarflugvöll af flugvöllunum á Norðurlöndunum.

Vefsíðan Túristi.is hefur tekið saman upplýsingar um farþegafjölda á aðalflugvöllum Norðurlandanna á nýliðnu ári. Mest aukning á milli ára var um Keflavíkurflugvöll eða 12,7 prósent. Næst á eftir koma Gardermoen í Osló (+6,1%) og Kaupmannahafnarflugvöllur (5,3%).

Flestir farþegar eða 21 milljón fór um Kaupmannahafnarflugvöll árið 2012. Fæstir fóru um Keflavíkurflugvöll eða 2,3 milljónir farþega. Tölurnar taka aðeins til farþega í millilandaflugi.

Farþegafjöldi árið 2012

Kaupmannahafnarflugvöllur 21.1 milljón farþega

Arlanda í Stokkhólmi 14.8 milljónir farþega

Vantaa í Helsinki 12.2 milljónir farþega

Gardermoean í Osló 11.8 milljónir farþega

Keflavíkurflugvöllur 2.4 milljónir farþega

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Túristi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×