Fleiri fréttir

Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum

Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að.

Tvö norsk skip komin á loðnumiðin

Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni.

Mýflug fór í sex sjúkraflug

Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug.

Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB

Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til.

Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg

Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans.

Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla

Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir.

Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár

HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar.

Engin sátt um stjórnarskrána

Engar viðræður eru í gangi um breytingar á einstökum köflum stjórnarskrárinnar gegn því að beðið verði með önnur atriði fram yfir kosningar. Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

37 ferðatöskur af ostum

Bandaríski fjölmiðillinn New York Times fjallar um feðgana Dieter og Björn Roth í tengslum við sýninguna "Dieter Roth. Björn Roth," sem verður opnuð í næstu viku í New York.

Flippað á fimleikaæfingu

Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð.

Sækja í frítt uppihald á Íslandi

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega.

Fyrrverandi skólameistari fór að vinna í leikskóla

Hörður Helgason gegndi starfi skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands í áratug og flestir reiknuðu með að hann myndi setjast í helgan stein eftir að hann hætti rúmlega sextugur. En honum bauðst staða í afleysingum á leikskóla og hefur nú verið ráðinn í fast starf.

Beðið eftir Vilborgu

Engar fréttir hafa enn borist af gönguskíðakonunni Vilborgu Örnu Gissurardóttur á lokadegi göngu hennar á Suðurpólinn.

Vilborg komin á Suðurpólinn

Vilborg Arna Gissurardóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga einn síns liðs á Suðurpólinn. Ganga Vilbogar hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði og eru um 1140 kílómetrar að baki.

Framboðslisti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi klár

Kjördæmaráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld einróma framboðsliðsta flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Kjördæmaþing flokksins stendur yfir í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

36 félagasamtök hlutu styrk frá Reykjavíkurborg

Velferðarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita á þessu ári styrki til 36 félagasamtaka, sem starfa á sviði velferðarmála, vegna ársins 2013. Styrkir eru m.a. veittir til þeirra sem starfa að málefnum geðfatlaðra, fatlaðra barna, eldri borgara og utangarðsfólks.

Frumvarp um Happdrættisstofu vegur að friðhelgi einkalífs

Frumvarp innanríkisráðherra um Happdrættisstofu vegur að viðskiptafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Þetta er mat alþjóðlegrar stofnunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Þá telur þingmaður frumvarpið geta takmarkað starfsemi hlutabréfasjóða á netinu, og jafnvel netleikja með sitt eigið hagkerfi.

Reykjavíkurborg styrkir menningarlífið

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag um styrkveitingar ráðsins árið 2013. Um leið var Tríó Sunnu Gunnlaugs útnefnt Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og lék það við athöfnina sem styrkþegum var boðið til.

Vatnsvél orsök eldsvoða í Glerárskóla

Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar síðastliðinn leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko.

Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð

Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári.

Staðfesti fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri

Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem dæmdur var fyrir morðtilraun, sem átti sér stað á lögmannsstofu í mars síðastliðnum. Guðgeir réðst þá á Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar, og stakk hann ítrekað. Þá stakk hann Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar hann ætlaði að koma Skúla til bjargar. Auk fjórtán ára fangelsis var Guðni dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur og Guðna 800 þúsund.

Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð.

Spáð stormi í kvöld

Í kvöld er spáð er Suðaustan stormi um landið sunnan- og suðvestanvert.

Forsætisráðherra telur mögulegt að klára stjórnarskrármálið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að Alþingi sé ekkert að vanbúnaði að klára stjórnarskrármálið á þessu kjörtímabili. Fulltrúar Feneyjanefndarinnar eru staddir hér á landi og funduðu meðal annars með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.

Saksóknara varð fótaskortur á tungunni

Saksóknara varð fótaskortur á tungunni í fyrirtöku í héraðsdómi i morgun. Verið vara að taka fyrir mál þar sem maður var ákærður fyrir brot á umferðarlögum með ölvunarakstri. Hugðist saksóknari fara fram á ævilanga sviptingu ökuleyfis en mismælti sig og krafðist ævilangs fangelsis. Samkvæmt heimildum Vísis urðu ekki neinir eftirmálar vegna mismælanna, en málið fer í hefðbundinn farveg.

Má heita Greppur

Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnafnið Greppur og úrskurðað að það skuli fært á mannanafnaskrá. Í úrskurði sem kveðinn var upp í síðustu viku kemur fram að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Grepps, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Hjálpuðu útigangsmanni og gáfu honum samloku

Lögreglan kom útigangsmanni til hjálpar snemma í morgun, en sá lá kaldur og hrakinn á bekk á Austurvelli. Hann reyndist talsvert ölvaður og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu í hlýjum klefa og samloku að borða.

Vonast til að Vilborg nái á pólinn í dag

Vilborg Arna Gissurardóttir nær að öllum líkindum langþráðu takmarki sínu í dag að vera fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn samtals um 1140 kílómetra. Vilborg gekk í gær tæplega 20 kílómetra og á því eftir um 18 kílómetra á Pólinn. Hún hefur því að líkindum sofið sína síðustu nótt í göngutjaldinu sem verið hefur hennar næturstaður í hálfan annan mánuð. Vilborg gæti hæglega náð Pólnum um klukkan 15 að staðartíma eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Tekinn á ótryggðum bíl með stolnum númeraplötum

Þegar lögreglulmenn stöðvuðu ökumann á Barónstígnum i Reykjavík í gærkvöldi þar sem ljósin voru í ólagi, kom í ljós á númerin á bílnum voru stolin af öðrum bíl. Auk þess var bíllinn ótryggður og eigandinn var ekki með ökuskírteinið á sér. Stolnu númerin voru klippt af bílnum og hann kyrrsettur.

Vöktunar á lífríkinu sárt saknað

Þegar ráðist var í framkvæmdir við Snæfellsnesveg um Kolgrafafjörð var lítið vitað um lífríkið í firðinum. Náttúruvernd ríkisins, nú Umhverfisstofnun, mæltist til þess á sínum tíma að lögð yrði fram vöktunaráætlun til að fylgjast með því hvort áhrifin af framkvæmdinni, þverun fjarðarins, yrðu raunverulega þau sem gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Það var ekki gert, og stóð aldrei til. Sérfræðingur gagnrýnir hart að framkvæmdum eins og þverun Kolgrafafjarðar skuli ekki vera fylgt eftir með vöktun.

Vilja að mengunarákvæði standi óbreytt næstu árin

Jarðhitafyrirtækin þrjú, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orka, hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gildistöku hertra ákvæða reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti verði frestað til ársins 2020. Reglugerðin var sett árið 2010, meðal annars til að draga úr skaðlegum áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið í heild og á að taka gildi um mitt ár 2014.

Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn

"Ég fer bara ekki neitt,“ segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum.

Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu

Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila.

Bæjarfulltrúar efast um verðmat Ásvalla

„Ég hef vissar áhyggjur af verðmatinu sem lagt er til grundvallar,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Þar var ræddur samningur um kaup bæjarins á 20 prósenta hlut Hauka í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum.

Auka menntun á vinnumarkaði

Nýju tilraunaverkefni til að hækka menntunarstig á vinnumarkaði verður hleypt af stokkunum í haust. Það verður fjármagnað með afgangsfé úr vinnumarkaðs- og menntunarátaki síðustu tveggja ára. Þetta kynntu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í gær eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins.

Æfðu viðbrögð við snjóflóðum

Árleg snjóflóðaleitaræfing sérsveitar ríkislögreglustjóra fór fram í dag. Þar var æfð notkun snjóflóðaýla, ásamt stangarleit og mat á snjóflóðahættu. Markmið æfingarinnar var að viðhalda þekkingu sveitarinnar við leit og björgun í snjóflóði. Kjöraðstæður voru í dag þar sem nýfallið snjóflóð var í Bláfjöllum, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Flóðið var í um það bil 300 metra breitt og hafði farið af stað úr fjallshlíðinni norðan við veginn að húsnæði skíðadeildar Fram.

Sjá næstu 50 fréttir