Innlent

Fimm karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir grófa líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd úr safni. Mynd/ Stefán.
Fimm karlmenn voru dæmdir fyrir árás á verkstæði í Hafnarfirði í september árið 2010. Mennirnir réðust á hann, eltu hann upp á aðra hæð verkstæðisins, slógu hann með kylfu í höfuð og líkama og hrintu honum á glervasa sem brotnaði.

Sá sem fékk þyngsta dóminn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, en aðrir fengu tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi eða tólf mánaða fangelsi skilorðsbundið.

Málið var upphaflega rannsakað samhliða stórfelldu líkamsárásarmáli, þar sem Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru höfuðpaurar og átta aðrir komu við sögu. Nokkrir af sakborningunum koma við sögu í báðum málunum. Allir hafa þeir þegar verið dæmdir í fangelsi fyrir það. Málin tvö voru aftur á móti rekin í sitthvoru lagi fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×