"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2013 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir / Stefán Karlsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira