"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2013 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir / Stefán Karlsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira