Innlent

Krapi á vegum og hálkublettir víða

Á Hellisheiði og Mosfellsheiði er krapi á vegum en hálkublettir eru á Sandskeiði og hálka í Þrengslum.

Á Vesturlandi eru flestir vegir orðnir greiðfærir en þó eru hálkublettir á Vatnaleið, Bröttubrekku og

Laxárdalsheiði en hálka er á Holtavörðuheiði og snjóþekja og snjókoma á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka á felstum fjallvegum en eitthvað um hálkubletti á láglendi.

Á Norðanverðu landinu eru hálkublettir mjög víða en eitthvað um hálku til dæmis í Ljósavatnsskarði. Flughált er á Dettifossvegi og Hólasandi.

Á Austurlandi er hálka mjög víða þó aðallega á fjallvegum. Greiðfært er frá Egilsstöðum og áfram suður með ströndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×