Innlent

Nýr yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins

Kristján Oddsson læknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og tekur við starfinu 1. apríl.

Kristján Oddsson, sem er 51 árs, lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1989, meistaranámi í heilbrigðisstjórnun frá Minnesota í Bandaríkjunum 1997, meistaranámi í lýðheilsu frá Tromsö í Noregi 1999 og diplómanámi í stjórnun frá Edinborg í Skotlandi 2005. Hann er sérfræðingur í fæðingar- og kvenlækningum, heimilislækningum, heilbrigðisstjórnun og embættislækningum.

Kristján Sigurðsson hefur gegnt starfi yfirlæknis Leitarstöðvarinnar síðan 1982. Stjórn félagsins metur starf hans mikils og þann mikla árangur sem hefur náðst á starfstíma hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×