Innlent

Sóttu fótbrotna konu á Skarðsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem fótbrotnaði á göngu á Skarðsheiði, sem er á milli Hvalfjarðar og Borgarness, um klukkan eitt í dag.

Konan var á göngu ásamt hópi göngumanna þegar konan virðist hafa skrikað fótur og slasað sig.

Göngumenn hringdu þá á Neyðarlínuna og varð úr að þyrla Landhelgisgæslunnar fór og sótti hana. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×