Innlent

Borgarstjóri flytur tímabundið í Breiðholt

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara mun hefja starfsemi í Gerðubergi í Breiðholti frá og með frá 21. janúar næstkomandi og vera staðsett þar í þrjár vikur eða til 7. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er markmiðið að Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, og aðrir embættismenn kynnist starfsemi borgarinnar í Breiðholti frá fyrstu hendi.

Þá mun borgarstjóri gera víðreist í öllum hverfum Breiðholts til að kynna sér starfsemi borgarinnar í þessu fjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar. Í Breiðholti búa 20.600 manns en þar er hlutfall innflytjenda 10.2 prósent. Í öðrum hverfum er hlutfall innflytjenda um 8 prósent að meðaltali.

Ég hef í starfi mínu sem borgarstjóri tekið vaktir með lögreglunni, sorphirðunni, slökkviliðinu og fleirum. Það hefur verið gríðarlega gefandi og fræðandi. Nú ætla ég að prófa að eyða tíma mínum í öðru hverfi. Þetta er merkileg tilraun og ég hlakka til að sjá hvernig til tekst," segir Jón Gnarr borgarstjóri.

Borgarstjóri fundar þessar vikurnar með íbúum í hverfum borgarinnar og er fundur áætlaður með íbúum Breiðholts þriðjudaginn 23. janúar í Gerðubergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×