Fleiri fréttir Ellefu Íslendingar sæmdir Fálkaorðu Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Hér að neðan er listi yfir þá sem hlutu orðuna í dag. 1. Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. 2. Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. 1.1.2012 15:08 Landsbjörg þakklát fyrir sýndan stuðning um áramótin Framkvæmdarstjóri Landsbjargar segir flugeldasöluna fyrir áramót hafa gengið afar vel. Hann segir að salan í fyrra hafi verið góð og býst við því að hún hafi verið jafngóð fyrir áramótin. 1.1.2012 14:30 Biskup segir landsdómsákæruna þjóðarsmán "Gata hefnda og haturs er blindgata," sagði biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson í prédikun sinni í dómkirkjunni í morgun, og sagði að Landsdómsákæran "gegn einum manni væri vottur þess" að þjóðin hefði leiðst inn á slíkar ófærur. Hann sagði mikilvægt að lögsækja vegna afbrota og dæma hina seku, en þótti hins vegar umhugsunarvert ef menn væru "dæmdir" án dóms og laga með ofsafenginni og óvæginni umræðu. Hann bað fólk að huga að orðum sínum og láta af gífuryrðum og illmælgi á fréttamiðlum og bloggum. 1.1.2012 14:16 Skotterta sprakk við jörðu í Breiðholti í gær Íbúar í Vesturbergi í Breiðholti áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar flugeldar skottertu sprungu án þess að takast á loft. Íbúi í Vesturbergi segir sprenginguna hafa verið ótrúlega sjón. Framkvæmdarstjóri Landsbjargar bendir fólki á að tilkynna slík atvik. 1.1.2012 13:46 Ólafur telur ríkisvaldið of umsvifamikið Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þjóð sína frá Bessastöðum í dag. Þar fór hann í stuttu máli yfir atburði liðins árs. Í upphafi komandi árs telur hann Ísland betur statt en ýmsar nágrannaþjóðir sínar sökum þess að Íslendingar gætu treyst á ríkulegar auðlindir.. "Ísland er að vissu leyti komið í var," sagði hann. "Þjóðin getur því átt í vændum betri kjör. Þá þurfum við að halda vel á málum, muna mistök okkar og draga af þeim lærdóm og loks hafa hugrekki til að feta nýja braut af ábyrgð." 1.1.2012 13:42 Ólafur hyggst ekki bjóða sig fram aftur Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann hyggðist ekki bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. "Þó árin hafi liðið hratt er samt liðinn langur tími frá því ég ávarpaði ykkur fyrst úr þessum sal," sagði Ólafur og kvaðst hafa leitast við að sinna forsetaembættinu eftir bestu samvisku. Þær ákvarðanir sem hann hefur sem forseti þurft að taka hafa verið erfiðar, en jafnframt veitt honum mikla gleði. 1.1.2012 13:30 Skíðasvæði opin í dag Skíðafólki gefst færi á að renna sér inn í nýja árið því Bláfjöll verða opin í dag frá klukkan tólf til fjögur. Frábært veður er á svæðinu og nýtt púður yfir öllu. Þá verður einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá tólf til fjögur. Blankalogn er sem stendur á svæðinu og troðinn þurr snjór í brekkum. 1.1.2012 11:52 Ungur drengur brenndist á andliti Ungur drengur var fluttur á barnadeild á Barnaspítala Hringsins í nótt vegna brunasára á andliti. Áverkana hlaut hann við flugeldasprengingar. Drengurinn er sjö ára. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um alvarleika meiðslanna. Ekki náðist í vakthafandi lækni vegna málsins að svo stöddu. Nýársnóttin var að öðru leyti með venjubundnu áramótasniði á slysadeild Landspítalans. Að sögn læknis voru um 70-80 manns sem trilluðu þar í gegn frá miðnætti og fram undir morgun vegna ýmis konar áverka. Það ku vera um tvöfaldur fjöldi miðað við venjulega helgi. 1.1.2012 11:40 Tvö nýársbörn á fæðingardeild landsspítalans í nótt Tvö börn fæddust á fæðingardeild landsspítalans í nótt. Hið fyrra kom í heiminn í Hreiðrinu nokkrum mínútum eftir miðnætti. 1.1.2012 11:20 Kviknaði aftur í kulnaðri brennu Eldur tók sig upp aftur í nýársbrennu um níuleytið í morgun í Suðurhlíðunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og eldurinn slökktur án nokkurra vandræða. "Það var mikill eldsmatur eftir þegar slökkt var í brennunni og einhverjar glæður leyndust í kjarnanum sem tóku sig upp aftur,“ segir starfsmaður slökkviliðsins. 1.1.2012 11:10 Nýársnótt róleg framan af Nýársnóttin var fremur róleg framan af hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en undir morgun tók við talsverður erill vegna slagsmála og ofdrykkju. Engan sakaði þó alvarlega vegna þeirra viðskipta. "Einhver uppskar kannski brotið stolt, en ekkert alvarlegra," segir lögreglumaður á vakt. Vaktmaður Lögreglunnar á Suðurnesjum sagði nóttina hafa verið rólega. "Það eru auðvitað alltaf einhverjir snúningar sem fylgja þessari nótt, hjálpa fólki heim og fleira. En það voru engin meiriháttar mál," sagði hann. 1.1.2012 10:48 Nýársnótt hjá lögreglu Líkamsárás, lausaganga hrossa og ölvunarakstur var á meðal þess sem kom inn á borð lögreglu þessa fyrstu nótt ársins. Maður um tvítugt var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás sem átti sér stað á Gíslagötu við Ráðhúsið á Akureyri um fimmleytið í nótt. Karlmaður veitti unga manninum kjaftshögg með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði og þarf að gangast undir aðgerð. Árásarmaðurinn er ekki í haldi lögreglu þar sem hann var farinn af vettvangi þegar hana bar að. Hann er þó þekktur og verður yfirheyrður þegar til hans næst. 1.1.2012 15:55 Gleðilegt nýtt ár! Starfsfólk Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á því ári sem nú er liðið. 31.12.2011 23:45 Árið kvatt í Grafarvogi Kveikt var í brennum klukkan hálfníu í kvöld. Fjölmargir Reykvíkingar mættu í sannkölluðu áramótaskapi til að skoða brennurnar. Brennan í Gufunesi í Grafarvogi var öll hin glæsilegasta eins og Pjetur Sigurðsson ljósmyndari komst að þegar hann var þar á ferð. 31.12.2011 22:20 Ísland getur verið í fremstu röð Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún sagði að lega okkar á Norðurslóðum kallaði á forystu Íslendinga í þessum efnum og nágrannalöndin og aðrar heimsálfur horfi nú í auknum mæli til þessa svæðis. 31.12.2011 20:41 Kryddsíldin 2011 á Vísi Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi komu að vanda saman í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Þar skiptust menn á skotum og ræddu árið sem er að líða og það sem er að ganga í garð. Þeir sem misstu af þættinum geta horft á hann hér á Vísi en búið er að skipta honum niður í nokkra hluta. 31.12.2011 18:39 Skoðun Steingríms á forsetanum: „Ég hef hana fyrir mig“ Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna við háborðið í Kryddsíldinni tóku því misvel þegar tilkynnt var um útnefningu á manni ársins 2011 sem í þetta sinn er Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. 31.12.2011 15:30 Ólafur Ragnar útnefndur maður ársins í Kryddsíldinni Maður ársins að mati Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Skemmst er frá því að segja að fáir hafa komið jafn afgerandi við sögu í fréttum á árinu og hann - ekki einungis á innlendum vettvangi heldur líka erlendum. 31.12.2011 15:00 Stýrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu í annað sinn Steingrímur J. Sigfússon tók við tveimur ráðuneytum á ríkisráðsfundi í morgun, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta er í annað sinn sem Steingrímur fer með embætti landbúnaðarráð- og sjávarútvegsráðherra, en hann gegndi embættinu í minnihlutastjórninni sem skipuð var í febrúar 2009. 31.12.2011 15:42 Margrét vill kosningar á sama tíma og landsdómsmálið verður í hámæli Margrét Tryggvadóttir sagði að sér lítist vel á þá hugmynd að blása til kosninga strax í vor. Hún sagði það hljóma vel í eyrum þeirra sem vilji halda Sjálfstæðisflokknum sem lengst frá völdum í því ljósi að þá Landsdómsmálið, ákæran gegn Geir Haarde fyrrverandi formanni flokksins, væntanlega í hámæli. Því væri það góður tími til að kjósa til þings. 31.12.2011 14:36 Vinsælast á Vísi árið 2011 - Umræðan Á hverjum einasta degi ársins birtust nýjar greinar í Umræðunni á Vísi. Hvort sem það voru fastir pennar Fréttablaðsins og Vísis, aðsendar greinar eða greinaflokkar á borð við Öðlinginn; flest helstu mál samtímans voru krufin til mergjar á þessum vinsæla og lifandi vettvangi. 31.12.2011 11:30 Sautján brennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótabrennur verða venju samkvæmt haldnar víða um land á gamlárskvöld. Eldvarnareftirlit Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfssvæði sínu og þá verða brennur í flestum öðrum bæjarfélögum. 31.12.2011 11:00 Skemmtiannáll 2011 Meðfram hefðbundnum fréttaflutningi leggur Fréttastofa Stöðvar 2 töluvert upp úr því að fá áhorfendur til að brosa. Á gamla árinu gafst blessunarlega oft tilefni til þess. Við vorum til dæmis minnt á hver ætti íslenska smjörið og hver gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hér eru nokkur skemmtileg augnablik úr fréttatímum Stöðvar 2. 31.12.2011 17:30 Steingrímur í Kryddsíld: Eftirsjá að Jóni og Árna Steingrímur J. Sigfússon formaður VG fullyrti í Kryddsíld Stöðvar 2 sem nú stendur yfir að nýskipuð ríkisstjórn njóti meirihlutastuðnings á Alþingi, engar vísbendingar hafi komið fram um annað. Jón Bjarnason var þó ekki tilbúinn til þess að svara því í gærkvöldi hvort hann styðji ríkisstjórnina þegar fréttamenn gengu á hann en Steingrímur segir að menn verði að hafa skilning á því þegar fjölmiðlar hafi herjað á Jón "á erfiðu kvöldi“. Hrókeringarnar í gær hafi verið erfiðar og að þær hafi tekið innan beggja meirihlutaflokkanna. "Við erum meirihlutastjórn,“ sagði Steingrímur. 31.12.2011 14:30 Kryddsíld Stöðvar 2 í beinni útsendingu Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp. 31.12.2011 13:35 Draumur um einsemd Gamlir og nýir andstæðingar EES halda því fram að það sem vont og skaðlegt var fyrir hrun hafi komið með EES-samningnum segir Pawel Bartoszek og bendir á að það yrði galin ákvörðun að segja samningnum upp. Enginn hafi grætt meira á EES en Íslendingar og enginn muni tapa meira á uppsögn samningsins en íslenska þjóðin. 31.12.2011 13:19 Ríkisstjórnin nær fallin í gær - Kristrún gagnrýnir forystuna harðlega "Ráðherrakapall Jóhönnu (og Dags og Hrannars) var svo ruglingslegur, ráðalaus, óviss og órökstudd ferð án fyrirheits að enginn var hrifinn og hann í raun féll í umræðu á sögulegum flokkstjórnarfundi Sf í gær.“ Svo ritar á Facebook síðu sína Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, sem hvarf úr stóli efnahags- og viðskiptaráðherra í dag. 31.12.2011 12:15 Mugison Maður ársins á Bylgjunni Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á. 31.12.2011 12:00 Kalkúnn á innan við klukkutíma Djúpsteiktur kalkúnn hefur lengi verið vinsæll í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Eldunaraðferðin hefur nú breiðst út um heiminn, alla leið til Íslands. Sólveig Gísladóttir spjallaði við Júlíus Jónsson , matreiðslumann á Akureyri, sem djúpsteikir kalkún fyrir fjölskylduboðið á gamlársdag og segir stuttan eldunartíma einn helsta kostinn við þessa aðferð. 31.12.2011 11:43 Ný ríkisstjórn Íslands Ný ríkisstjórn er tekin til starfa á Íslandi. Oddný G. Harðardóttir hefur tekið við embætti fjármálaráðherra og þeir Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason hverfa frá ríkisstjórnarborðinu. Þetta var innsiglað á Ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú fyrir hádegið. 31.12.2011 11:29 Strætóferðir til Hafnar hafnar Þjónustusvæði Strætó bs. stækkar til muna á Suðurlandi um áramót og leiðum fjölgað. Samtengt leiðakerfi allt frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. 31.12.2011 11:00 Sex hundruð tonn af flugeldum sprengd Áætlað er að um 600 tonnum af flugeldum verði skotið á loft í dag og kvöld. Þyngdin jafngildir um 200 Land Cruiser jeppum. Neytendastofa bendir á að framleiðendur og dreifingaraðilar flugelda beri skaðabótaábyrgð samkvæmt íslenskum lögum um skaðsemisábyrgð ef varan er gölluð. 31.12.2011 10:57 Lyklakippa Steingríms þyngist í dag Steingrímur J. Sigfússon formaður VG verður í aðalhlutverki í dag þegar lyklaskipti fara fram í ráðuneytunum eftir ráðherrakapalinn sem lagður er formlega á Ríkisráðsfundi nú fyrir hádegið. Venju samkvæmt afhenda fráfarandi ráðherrar nýjum ráðherrum lykla sína að ráðuneytunum en í þetta sinn er ekki hægt að gera það á sama tíma allstaðar, þar sem Steingrímur kemur að öllum lyklaskiptunum. 31.12.2011 10:33 Opið á skíðasvæðunum fyrir norðan Skíðamenn sem staddir eru norðanlands geta kvatt árið sem er að líða með því að taka nokkrar salíbunur. Hlíðarfjall á Akureyri er opið frá klukkan tíu til þrjú í dag. Þar eru tæpir tíu metrar á sekúndu og hiti rétt yfir frostmarki. Á Siglufirði verður opið í dag gamlársdag frá kl 11-14, veðrið og færið er frábært að sögn starfsmanna. Á Siglufirði hefur svæðið verið opið í sautján daga í desember á þessu ári og hafa gestir verið um eitt þúsund. 31.12.2011 10:19 Ríkisráðsfundur að hefjast Þingflokkur Vinstri grænna afgreiddi tillögu um breytingar á ríkisstjórn Íslands í gær með níu atkvæðum af tólf, en þrír sátu hjá. Breytingarnar fela í sér að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Árni Páll Árnason hverfi úr ríkisstjórn og Steingrímur J. Sigfússon taki við sameinuðu ráðuneyti, en Oddný Harðardóttir verði fjármálaráðherra. Jón Bjarnason lét hafa eftir sér að fundinum loknum að hann væri ósáttur við breytingarnar og hann teldi þær gerðar til að greiða fyrir aðildarumsókn við Evrópusambandið. Hann svaraði því ekki afdráttarlaust hvort hann styddi ríkisstjórnina. 31.12.2011 09:28 Sjö innbrot á höfuðborgarsvæðinu - vankaðist á veitingastað Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en henni bárust til að mynda sjö tilkynningar um innbrot. Þar á meðal var brotist inn í fyrirtæki í Árbæjarhverfinu, skóla í austurbæ Kópavogs og fyrirtæki á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverju var stolið en málin eru í rannsókn. 31.12.2011 08:45 Fíkniefnabrotum fjölgar - öðrum brotum fækkar Fíkniefnabrotum fjölgaði um 12 prósent frá síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman. Lagt var hald á gríðarlegt magn amfetamíns, eða um þrjátíu kíló. 31.12.2011 08:00 Innlendur fréttaannáll 2011 Árið 2011 var viðburðaríkt á Íslandi. Eins og stundum áður var titringur í pólítíkinni og jörðinni - en hvarvetna voru fréttamenn Stöðvar 2 með tæki sín og tól. Við rifjum nú upp tíu stærstu fréttirnar af innlendum vettvangi að mati Fréttastofu Stöðvar 2. 31.12.2011 16:17 Katrín verði fjármálaráðherra þegar hún kemur úr barneignarleyfinu Katrín Júlíusdóttir mun gegna embætti iðnaðarráðherra þar til hún fer í barneignarleyfi á næstu vikum. Til stendur að þegar hún snúi til baka úr því leyfi, muni hún taka við stjórnartaumunum í fjármálaráðuneytinu af Oddnýju G. Harðardóttur, og verða fjármálaráðherra, samkvæmt heimildum Vísis. 30.12.2011 23:17 Árni Páll hvatti flokksmenn til að samþykkja Miklar umræður hafa verið á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem hófst um klukkan sjö í kvöld á Nordica. Fundurinn stendur enn og hafa margir tekið til máls. Fundurinn mun að minnsta kosti standa til klukkan 11. 30.12.2011 22:16 Viðtal: Jón Bjarnason kveður ósáttur Jón Bjarnason, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki sáttur við þær breytingar sem gerðar hafi verið á ríkisstjórninni. Hann segir þær gerðar til að greiða fyrir aðildarumsókn við Evrópusambandið. 30.12.2011 21:30 Viðtal við Steingrím: Segist spenntur fyrir nýju atvinnuvegaráðuneyti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fráfarandi fjármálaráðherra, segist spenntur fyrir nýjum áskorunum sem atvinnuvegaráðherra í sameinuðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar og efnahags- og viðskiptaráðuneyti en auk þess tekur ráðuneytið að hluta við verkefnum frá iðnaðarráðuneyti. 30.12.2011 20:27 Fjórir karlar og fjórar konur ráðherrar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, lætur af embætti fjármálaráðherra og verður nýr atvinnuvegaráðherra. Jón Bjarnason hættir sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. 30.12.2011 20:13 Hver er þessi nýi fjármálaráðherra? Oddný G. Harðardóttir, sem verður fjármálaráðherra á morgun, hefur verið þingmaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 2009. 30.12.2011 19:55 Yfirlýsing frá Jóni: Stend sáttur upp frá borði Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir að hann hafi verið látinn fara úr ríkisstjórninni vegna afstöðu sinnar til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann segist í yfirlýsingu standa sáttur upp frá borði eftir árangursríkan ráðherraferil. 30.12.2011 19:05 Sjá næstu 50 fréttir
Ellefu Íslendingar sæmdir Fálkaorðu Forseti Íslands sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Hér að neðan er listi yfir þá sem hlutu orðuna í dag. 1. Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. 2. Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. 1.1.2012 15:08
Landsbjörg þakklát fyrir sýndan stuðning um áramótin Framkvæmdarstjóri Landsbjargar segir flugeldasöluna fyrir áramót hafa gengið afar vel. Hann segir að salan í fyrra hafi verið góð og býst við því að hún hafi verið jafngóð fyrir áramótin. 1.1.2012 14:30
Biskup segir landsdómsákæruna þjóðarsmán "Gata hefnda og haturs er blindgata," sagði biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson í prédikun sinni í dómkirkjunni í morgun, og sagði að Landsdómsákæran "gegn einum manni væri vottur þess" að þjóðin hefði leiðst inn á slíkar ófærur. Hann sagði mikilvægt að lögsækja vegna afbrota og dæma hina seku, en þótti hins vegar umhugsunarvert ef menn væru "dæmdir" án dóms og laga með ofsafenginni og óvæginni umræðu. Hann bað fólk að huga að orðum sínum og láta af gífuryrðum og illmælgi á fréttamiðlum og bloggum. 1.1.2012 14:16
Skotterta sprakk við jörðu í Breiðholti í gær Íbúar í Vesturbergi í Breiðholti áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar flugeldar skottertu sprungu án þess að takast á loft. Íbúi í Vesturbergi segir sprenginguna hafa verið ótrúlega sjón. Framkvæmdarstjóri Landsbjargar bendir fólki á að tilkynna slík atvik. 1.1.2012 13:46
Ólafur telur ríkisvaldið of umsvifamikið Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þjóð sína frá Bessastöðum í dag. Þar fór hann í stuttu máli yfir atburði liðins árs. Í upphafi komandi árs telur hann Ísland betur statt en ýmsar nágrannaþjóðir sínar sökum þess að Íslendingar gætu treyst á ríkulegar auðlindir.. "Ísland er að vissu leyti komið í var," sagði hann. "Þjóðin getur því átt í vændum betri kjör. Þá þurfum við að halda vel á málum, muna mistök okkar og draga af þeim lærdóm og loks hafa hugrekki til að feta nýja braut af ábyrgð." 1.1.2012 13:42
Ólafur hyggst ekki bjóða sig fram aftur Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann hyggðist ekki bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. "Þó árin hafi liðið hratt er samt liðinn langur tími frá því ég ávarpaði ykkur fyrst úr þessum sal," sagði Ólafur og kvaðst hafa leitast við að sinna forsetaembættinu eftir bestu samvisku. Þær ákvarðanir sem hann hefur sem forseti þurft að taka hafa verið erfiðar, en jafnframt veitt honum mikla gleði. 1.1.2012 13:30
Skíðasvæði opin í dag Skíðafólki gefst færi á að renna sér inn í nýja árið því Bláfjöll verða opin í dag frá klukkan tólf til fjögur. Frábært veður er á svæðinu og nýtt púður yfir öllu. Þá verður einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá tólf til fjögur. Blankalogn er sem stendur á svæðinu og troðinn þurr snjór í brekkum. 1.1.2012 11:52
Ungur drengur brenndist á andliti Ungur drengur var fluttur á barnadeild á Barnaspítala Hringsins í nótt vegna brunasára á andliti. Áverkana hlaut hann við flugeldasprengingar. Drengurinn er sjö ára. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um alvarleika meiðslanna. Ekki náðist í vakthafandi lækni vegna málsins að svo stöddu. Nýársnóttin var að öðru leyti með venjubundnu áramótasniði á slysadeild Landspítalans. Að sögn læknis voru um 70-80 manns sem trilluðu þar í gegn frá miðnætti og fram undir morgun vegna ýmis konar áverka. Það ku vera um tvöfaldur fjöldi miðað við venjulega helgi. 1.1.2012 11:40
Tvö nýársbörn á fæðingardeild landsspítalans í nótt Tvö börn fæddust á fæðingardeild landsspítalans í nótt. Hið fyrra kom í heiminn í Hreiðrinu nokkrum mínútum eftir miðnætti. 1.1.2012 11:20
Kviknaði aftur í kulnaðri brennu Eldur tók sig upp aftur í nýársbrennu um níuleytið í morgun í Suðurhlíðunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og eldurinn slökktur án nokkurra vandræða. "Það var mikill eldsmatur eftir þegar slökkt var í brennunni og einhverjar glæður leyndust í kjarnanum sem tóku sig upp aftur,“ segir starfsmaður slökkviliðsins. 1.1.2012 11:10
Nýársnótt róleg framan af Nýársnóttin var fremur róleg framan af hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en undir morgun tók við talsverður erill vegna slagsmála og ofdrykkju. Engan sakaði þó alvarlega vegna þeirra viðskipta. "Einhver uppskar kannski brotið stolt, en ekkert alvarlegra," segir lögreglumaður á vakt. Vaktmaður Lögreglunnar á Suðurnesjum sagði nóttina hafa verið rólega. "Það eru auðvitað alltaf einhverjir snúningar sem fylgja þessari nótt, hjálpa fólki heim og fleira. En það voru engin meiriháttar mál," sagði hann. 1.1.2012 10:48
Nýársnótt hjá lögreglu Líkamsárás, lausaganga hrossa og ölvunarakstur var á meðal þess sem kom inn á borð lögreglu þessa fyrstu nótt ársins. Maður um tvítugt var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás sem átti sér stað á Gíslagötu við Ráðhúsið á Akureyri um fimmleytið í nótt. Karlmaður veitti unga manninum kjaftshögg með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði og þarf að gangast undir aðgerð. Árásarmaðurinn er ekki í haldi lögreglu þar sem hann var farinn af vettvangi þegar hana bar að. Hann er þó þekktur og verður yfirheyrður þegar til hans næst. 1.1.2012 15:55
Gleðilegt nýtt ár! Starfsfólk Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á því ári sem nú er liðið. 31.12.2011 23:45
Árið kvatt í Grafarvogi Kveikt var í brennum klukkan hálfníu í kvöld. Fjölmargir Reykvíkingar mættu í sannkölluðu áramótaskapi til að skoða brennurnar. Brennan í Gufunesi í Grafarvogi var öll hin glæsilegasta eins og Pjetur Sigurðsson ljósmyndari komst að þegar hann var þar á ferð. 31.12.2011 22:20
Ísland getur verið í fremstu röð Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún sagði að lega okkar á Norðurslóðum kallaði á forystu Íslendinga í þessum efnum og nágrannalöndin og aðrar heimsálfur horfi nú í auknum mæli til þessa svæðis. 31.12.2011 20:41
Kryddsíldin 2011 á Vísi Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi komu að vanda saman í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Þar skiptust menn á skotum og ræddu árið sem er að líða og það sem er að ganga í garð. Þeir sem misstu af þættinum geta horft á hann hér á Vísi en búið er að skipta honum niður í nokkra hluta. 31.12.2011 18:39
Skoðun Steingríms á forsetanum: „Ég hef hana fyrir mig“ Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna við háborðið í Kryddsíldinni tóku því misvel þegar tilkynnt var um útnefningu á manni ársins 2011 sem í þetta sinn er Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. 31.12.2011 15:30
Ólafur Ragnar útnefndur maður ársins í Kryddsíldinni Maður ársins að mati Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Skemmst er frá því að segja að fáir hafa komið jafn afgerandi við sögu í fréttum á árinu og hann - ekki einungis á innlendum vettvangi heldur líka erlendum. 31.12.2011 15:00
Stýrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu í annað sinn Steingrímur J. Sigfússon tók við tveimur ráðuneytum á ríkisráðsfundi í morgun, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta er í annað sinn sem Steingrímur fer með embætti landbúnaðarráð- og sjávarútvegsráðherra, en hann gegndi embættinu í minnihlutastjórninni sem skipuð var í febrúar 2009. 31.12.2011 15:42
Margrét vill kosningar á sama tíma og landsdómsmálið verður í hámæli Margrét Tryggvadóttir sagði að sér lítist vel á þá hugmynd að blása til kosninga strax í vor. Hún sagði það hljóma vel í eyrum þeirra sem vilji halda Sjálfstæðisflokknum sem lengst frá völdum í því ljósi að þá Landsdómsmálið, ákæran gegn Geir Haarde fyrrverandi formanni flokksins, væntanlega í hámæli. Því væri það góður tími til að kjósa til þings. 31.12.2011 14:36
Vinsælast á Vísi árið 2011 - Umræðan Á hverjum einasta degi ársins birtust nýjar greinar í Umræðunni á Vísi. Hvort sem það voru fastir pennar Fréttablaðsins og Vísis, aðsendar greinar eða greinaflokkar á borð við Öðlinginn; flest helstu mál samtímans voru krufin til mergjar á þessum vinsæla og lifandi vettvangi. 31.12.2011 11:30
Sautján brennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótabrennur verða venju samkvæmt haldnar víða um land á gamlárskvöld. Eldvarnareftirlit Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfssvæði sínu og þá verða brennur í flestum öðrum bæjarfélögum. 31.12.2011 11:00
Skemmtiannáll 2011 Meðfram hefðbundnum fréttaflutningi leggur Fréttastofa Stöðvar 2 töluvert upp úr því að fá áhorfendur til að brosa. Á gamla árinu gafst blessunarlega oft tilefni til þess. Við vorum til dæmis minnt á hver ætti íslenska smjörið og hver gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hér eru nokkur skemmtileg augnablik úr fréttatímum Stöðvar 2. 31.12.2011 17:30
Steingrímur í Kryddsíld: Eftirsjá að Jóni og Árna Steingrímur J. Sigfússon formaður VG fullyrti í Kryddsíld Stöðvar 2 sem nú stendur yfir að nýskipuð ríkisstjórn njóti meirihlutastuðnings á Alþingi, engar vísbendingar hafi komið fram um annað. Jón Bjarnason var þó ekki tilbúinn til þess að svara því í gærkvöldi hvort hann styðji ríkisstjórnina þegar fréttamenn gengu á hann en Steingrímur segir að menn verði að hafa skilning á því þegar fjölmiðlar hafi herjað á Jón "á erfiðu kvöldi“. Hrókeringarnar í gær hafi verið erfiðar og að þær hafi tekið innan beggja meirihlutaflokkanna. "Við erum meirihlutastjórn,“ sagði Steingrímur. 31.12.2011 14:30
Kryddsíld Stöðvar 2 í beinni útsendingu Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp. 31.12.2011 13:35
Draumur um einsemd Gamlir og nýir andstæðingar EES halda því fram að það sem vont og skaðlegt var fyrir hrun hafi komið með EES-samningnum segir Pawel Bartoszek og bendir á að það yrði galin ákvörðun að segja samningnum upp. Enginn hafi grætt meira á EES en Íslendingar og enginn muni tapa meira á uppsögn samningsins en íslenska þjóðin. 31.12.2011 13:19
Ríkisstjórnin nær fallin í gær - Kristrún gagnrýnir forystuna harðlega "Ráðherrakapall Jóhönnu (og Dags og Hrannars) var svo ruglingslegur, ráðalaus, óviss og órökstudd ferð án fyrirheits að enginn var hrifinn og hann í raun féll í umræðu á sögulegum flokkstjórnarfundi Sf í gær.“ Svo ritar á Facebook síðu sína Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, sem hvarf úr stóli efnahags- og viðskiptaráðherra í dag. 31.12.2011 12:15
Mugison Maður ársins á Bylgjunni Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, var valinn maður ársins hjá hlustendum Bylgjunnar nú í morgun. Tilkynnt var um valið í þættinum "Reykjavík árdegis“ en um stjórnartauma þar héldu þeir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson. Þeir eru vanari að vera í loftinu síðdegis en í dag, gamlársdag, varð breyting á. 31.12.2011 12:00
Kalkúnn á innan við klukkutíma Djúpsteiktur kalkúnn hefur lengi verið vinsæll í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Eldunaraðferðin hefur nú breiðst út um heiminn, alla leið til Íslands. Sólveig Gísladóttir spjallaði við Júlíus Jónsson , matreiðslumann á Akureyri, sem djúpsteikir kalkún fyrir fjölskylduboðið á gamlársdag og segir stuttan eldunartíma einn helsta kostinn við þessa aðferð. 31.12.2011 11:43
Ný ríkisstjórn Íslands Ný ríkisstjórn er tekin til starfa á Íslandi. Oddný G. Harðardóttir hefur tekið við embætti fjármálaráðherra og þeir Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason hverfa frá ríkisstjórnarborðinu. Þetta var innsiglað á Ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú fyrir hádegið. 31.12.2011 11:29
Strætóferðir til Hafnar hafnar Þjónustusvæði Strætó bs. stækkar til muna á Suðurlandi um áramót og leiðum fjölgað. Samtengt leiðakerfi allt frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur. 31.12.2011 11:00
Sex hundruð tonn af flugeldum sprengd Áætlað er að um 600 tonnum af flugeldum verði skotið á loft í dag og kvöld. Þyngdin jafngildir um 200 Land Cruiser jeppum. Neytendastofa bendir á að framleiðendur og dreifingaraðilar flugelda beri skaðabótaábyrgð samkvæmt íslenskum lögum um skaðsemisábyrgð ef varan er gölluð. 31.12.2011 10:57
Lyklakippa Steingríms þyngist í dag Steingrímur J. Sigfússon formaður VG verður í aðalhlutverki í dag þegar lyklaskipti fara fram í ráðuneytunum eftir ráðherrakapalinn sem lagður er formlega á Ríkisráðsfundi nú fyrir hádegið. Venju samkvæmt afhenda fráfarandi ráðherrar nýjum ráðherrum lykla sína að ráðuneytunum en í þetta sinn er ekki hægt að gera það á sama tíma allstaðar, þar sem Steingrímur kemur að öllum lyklaskiptunum. 31.12.2011 10:33
Opið á skíðasvæðunum fyrir norðan Skíðamenn sem staddir eru norðanlands geta kvatt árið sem er að líða með því að taka nokkrar salíbunur. Hlíðarfjall á Akureyri er opið frá klukkan tíu til þrjú í dag. Þar eru tæpir tíu metrar á sekúndu og hiti rétt yfir frostmarki. Á Siglufirði verður opið í dag gamlársdag frá kl 11-14, veðrið og færið er frábært að sögn starfsmanna. Á Siglufirði hefur svæðið verið opið í sautján daga í desember á þessu ári og hafa gestir verið um eitt þúsund. 31.12.2011 10:19
Ríkisráðsfundur að hefjast Þingflokkur Vinstri grænna afgreiddi tillögu um breytingar á ríkisstjórn Íslands í gær með níu atkvæðum af tólf, en þrír sátu hjá. Breytingarnar fela í sér að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Árni Páll Árnason hverfi úr ríkisstjórn og Steingrímur J. Sigfússon taki við sameinuðu ráðuneyti, en Oddný Harðardóttir verði fjármálaráðherra. Jón Bjarnason lét hafa eftir sér að fundinum loknum að hann væri ósáttur við breytingarnar og hann teldi þær gerðar til að greiða fyrir aðildarumsókn við Evrópusambandið. Hann svaraði því ekki afdráttarlaust hvort hann styddi ríkisstjórnina. 31.12.2011 09:28
Sjö innbrot á höfuðborgarsvæðinu - vankaðist á veitingastað Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en henni bárust til að mynda sjö tilkynningar um innbrot. Þar á meðal var brotist inn í fyrirtæki í Árbæjarhverfinu, skóla í austurbæ Kópavogs og fyrirtæki á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverju var stolið en málin eru í rannsókn. 31.12.2011 08:45
Fíkniefnabrotum fjölgar - öðrum brotum fækkar Fíkniefnabrotum fjölgaði um 12 prósent frá síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman. Lagt var hald á gríðarlegt magn amfetamíns, eða um þrjátíu kíló. 31.12.2011 08:00
Innlendur fréttaannáll 2011 Árið 2011 var viðburðaríkt á Íslandi. Eins og stundum áður var titringur í pólítíkinni og jörðinni - en hvarvetna voru fréttamenn Stöðvar 2 með tæki sín og tól. Við rifjum nú upp tíu stærstu fréttirnar af innlendum vettvangi að mati Fréttastofu Stöðvar 2. 31.12.2011 16:17
Katrín verði fjármálaráðherra þegar hún kemur úr barneignarleyfinu Katrín Júlíusdóttir mun gegna embætti iðnaðarráðherra þar til hún fer í barneignarleyfi á næstu vikum. Til stendur að þegar hún snúi til baka úr því leyfi, muni hún taka við stjórnartaumunum í fjármálaráðuneytinu af Oddnýju G. Harðardóttur, og verða fjármálaráðherra, samkvæmt heimildum Vísis. 30.12.2011 23:17
Árni Páll hvatti flokksmenn til að samþykkja Miklar umræður hafa verið á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem hófst um klukkan sjö í kvöld á Nordica. Fundurinn stendur enn og hafa margir tekið til máls. Fundurinn mun að minnsta kosti standa til klukkan 11. 30.12.2011 22:16
Viðtal: Jón Bjarnason kveður ósáttur Jón Bjarnason, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki sáttur við þær breytingar sem gerðar hafi verið á ríkisstjórninni. Hann segir þær gerðar til að greiða fyrir aðildarumsókn við Evrópusambandið. 30.12.2011 21:30
Viðtal við Steingrím: Segist spenntur fyrir nýju atvinnuvegaráðuneyti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fráfarandi fjármálaráðherra, segist spenntur fyrir nýjum áskorunum sem atvinnuvegaráðherra í sameinuðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar og efnahags- og viðskiptaráðuneyti en auk þess tekur ráðuneytið að hluta við verkefnum frá iðnaðarráðuneyti. 30.12.2011 20:27
Fjórir karlar og fjórar konur ráðherrar Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, lætur af embætti fjármálaráðherra og verður nýr atvinnuvegaráðherra. Jón Bjarnason hættir sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. 30.12.2011 20:13
Hver er þessi nýi fjármálaráðherra? Oddný G. Harðardóttir, sem verður fjármálaráðherra á morgun, hefur verið þingmaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 2009. 30.12.2011 19:55
Yfirlýsing frá Jóni: Stend sáttur upp frá borði Jón Bjarnason fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir að hann hafi verið látinn fara úr ríkisstjórninni vegna afstöðu sinnar til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann segist í yfirlýsingu standa sáttur upp frá borði eftir árangursríkan ráðherraferil. 30.12.2011 19:05