Kalkúnn á innan við klukkutíma 31. desember 2011 11:43 Mynd/Heida.is Djúpsteiktur kalkúnn hefur lengi verið vinsæll í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Eldunaraðferðin hefur nú breiðst út um heiminn, alla leið til Íslands. Sólveig Gísladóttir spjallaði við Júlíus Jónsson , matreiðslumann á Akureyri, sem djúpsteikir kalkún fyrir fjölskylduboðið á gamlársdag og segir stuttan eldunartíma einn helsta kostinn við þessa aðferð. Hugmyndina að djúpsteiktum kalkúni fékk ég í gegnum kunningja minn sem hafði lesið um þessa aðferð í matreiðslubók," segir Júlíus Jónsson matreiðslumaður sem hefur síðastliðin sex ár djúpsteikt kalkún um áramótin. „Ég pantaði mér sérstakan pott frá Bandaríkjunum. Hann lítur út eins og venjulegur pottur, bara breiðari og hærri, en honum fylgja ýmsir aukahlutir," segir hann og nefnir sem dæmi handfang sem er eins og öfugt járnherðatré til að láta kalkúninn síga ofan í olíuna, hitamælir til að fylgjast með olíunni og stór sprauta með grófri nál sem er notuð til að sprauta kryddblöndu í vöðvann á kalkúninum. „Svo eru merkingar innan á pottinum sem segja til um hve mikla olíu þarf að nota miðað við þyngd fuglsins," útskýrir Júlíus en nokkra lítra af olíu þarf í eldamennskunni. Stuttur eldunartími er eitt helsta aðdráttaraflið við djúpsteikinguna en aðeins þarf að elda kalkúninn í 6, 7 mínútur á hvert kíló. Þannig tekur um þrjú korter að elda stóran kalkún. „Áður byrjaði maður að setja kalkúninn í ofninn rétt fyrir klukkan ellefu og svo var maður allan daginn að ausa smjörið eða setja smjör undir haminn eða vera með alls konar æfingar til að halda kjötinu safaríku. Það tókst ekki nógu vel og því var um að gera að prófa nýja aðferð," segir Júlíus og er afar ánægður með útkomuna úr djúpsteikingunni. Hann er beðinn um að lýsa aðferðinni: "Kalkúnninn þarf að vera þíður og maður þarf að þurrka hann vel. Svo kryddar maður hann með kryddi að eigin vali," segir Júlíus og tekur fram að djúpsteikingin fari alltaf fram utandyra. Enda fylgir pottinum öflugt hitaelement sem fest er við gaskút. „Olían er hituð í 180 gráður. Svo lætur maður kalkúninn síga varlega ofan í pottinn, hefur hitamælinn í pottinum og setur lokið á. Síðan getur maður bara farið inn og hugað að sósunni og brúnuðu kartöflunum," segir Júlíus glaðlega. Hann segir litla hættu stafa af ef varlega er farið. "Auðvitað er alltaf hætta af heitri olíu ef farið er óvarlega og olían freyðir yfir, en það hefur aldrei gerst hjá mér." Júlíus segir bragðið af kalkúninum afar gott. "Eftir 45 mínútur er kalkúnninn orðinn gullinnbrúnn, ég læt olíuna leka af og set hann svo í ofnskúffu og inn í ofn í smá stund meðan ég klára undirbúninginn. Þegar maður síðan sker í vöðvana er það eins og skera í mjúkt smjörstykki, hann er svo safaríkur." Gæði kalkúnsins hans Júlíusar hefur spurst út og segir hann flesta sína vini eiga djúpsteikingarpott. „Á gamlárskvöld erum við með tvo potta enda er eldað fyrir fimmtán, sextán manns. Síðan hefur komið fyrir að við höfum steikt aukakalkún fyrir nágrannana enda tekur svo stuttan tíma að elda kalkúninn," segir hann og hlær. Júlíus hefur notað pottinn í fleira en kalkúnasteikingu. „Hann er fínn til að grilla kjúklingaleggi og franskar kartöflur. Svo er á stefnuskránni að prófa að elda gæs í þessu. Það verður spennandi." Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Djúpsteiktur kalkúnn hefur lengi verið vinsæll í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Eldunaraðferðin hefur nú breiðst út um heiminn, alla leið til Íslands. Sólveig Gísladóttir spjallaði við Júlíus Jónsson , matreiðslumann á Akureyri, sem djúpsteikir kalkún fyrir fjölskylduboðið á gamlársdag og segir stuttan eldunartíma einn helsta kostinn við þessa aðferð. Hugmyndina að djúpsteiktum kalkúni fékk ég í gegnum kunningja minn sem hafði lesið um þessa aðferð í matreiðslubók," segir Júlíus Jónsson matreiðslumaður sem hefur síðastliðin sex ár djúpsteikt kalkún um áramótin. „Ég pantaði mér sérstakan pott frá Bandaríkjunum. Hann lítur út eins og venjulegur pottur, bara breiðari og hærri, en honum fylgja ýmsir aukahlutir," segir hann og nefnir sem dæmi handfang sem er eins og öfugt járnherðatré til að láta kalkúninn síga ofan í olíuna, hitamælir til að fylgjast með olíunni og stór sprauta með grófri nál sem er notuð til að sprauta kryddblöndu í vöðvann á kalkúninum. „Svo eru merkingar innan á pottinum sem segja til um hve mikla olíu þarf að nota miðað við þyngd fuglsins," útskýrir Júlíus en nokkra lítra af olíu þarf í eldamennskunni. Stuttur eldunartími er eitt helsta aðdráttaraflið við djúpsteikinguna en aðeins þarf að elda kalkúninn í 6, 7 mínútur á hvert kíló. Þannig tekur um þrjú korter að elda stóran kalkún. „Áður byrjaði maður að setja kalkúninn í ofninn rétt fyrir klukkan ellefu og svo var maður allan daginn að ausa smjörið eða setja smjör undir haminn eða vera með alls konar æfingar til að halda kjötinu safaríku. Það tókst ekki nógu vel og því var um að gera að prófa nýja aðferð," segir Júlíus og er afar ánægður með útkomuna úr djúpsteikingunni. Hann er beðinn um að lýsa aðferðinni: "Kalkúnninn þarf að vera þíður og maður þarf að þurrka hann vel. Svo kryddar maður hann með kryddi að eigin vali," segir Júlíus og tekur fram að djúpsteikingin fari alltaf fram utandyra. Enda fylgir pottinum öflugt hitaelement sem fest er við gaskút. „Olían er hituð í 180 gráður. Svo lætur maður kalkúninn síga varlega ofan í pottinn, hefur hitamælinn í pottinum og setur lokið á. Síðan getur maður bara farið inn og hugað að sósunni og brúnuðu kartöflunum," segir Júlíus glaðlega. Hann segir litla hættu stafa af ef varlega er farið. "Auðvitað er alltaf hætta af heitri olíu ef farið er óvarlega og olían freyðir yfir, en það hefur aldrei gerst hjá mér." Júlíus segir bragðið af kalkúninum afar gott. "Eftir 45 mínútur er kalkúnninn orðinn gullinnbrúnn, ég læt olíuna leka af og set hann svo í ofnskúffu og inn í ofn í smá stund meðan ég klára undirbúninginn. Þegar maður síðan sker í vöðvana er það eins og skera í mjúkt smjörstykki, hann er svo safaríkur." Gæði kalkúnsins hans Júlíusar hefur spurst út og segir hann flesta sína vini eiga djúpsteikingarpott. „Á gamlárskvöld erum við með tvo potta enda er eldað fyrir fimmtán, sextán manns. Síðan hefur komið fyrir að við höfum steikt aukakalkún fyrir nágrannana enda tekur svo stuttan tíma að elda kalkúninn," segir hann og hlær. Júlíus hefur notað pottinn í fleira en kalkúnasteikingu. „Hann er fínn til að grilla kjúklingaleggi og franskar kartöflur. Svo er á stefnuskránni að prófa að elda gæs í þessu. Það verður spennandi."
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira