Innlent

Kviknaði aftur í kulnaðri brennu

Mynd/Valli
Eldur tók sig upp aftur í nýársbrennu um níuleytið í morgun í Suðurhlíðunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn og eldurinn slökktur án nokkurra vandræða.

„Það var mikill eldsmatur eftir þegar slökkt var í brennunni og einhverjar glæður leyndust í kjarnanum sem tóku sig upp aftur," segir starfsmaður slökkviliðsins.

Að öðru leyti gekk nóttin rólega fyrir sig hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og ekki meira um íkveikjur eða útköll en vant er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×