Innlent

Skíðasvæði opin í dag

Skíðafólki gefst færi á að renna sér inn í nýja árið því Bláfjöll verða opin í dag frá klukkan tólf til fjögur. Frábært veður er á svæðinu og nýtt púður yfir öllu.

Þá verður einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá tólf til fjögur. Blankalogn er sem stendur á svæðinu og troðinn þurr snjór í brekkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×