Innlent

Biskup segir landsdómsákæruna þjóðarsmán

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. Mynd/GVA
„Gata hefnda og haturs er blindgata," sagði biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson í prédikun sinni í dómkirkjunni í morgun, og sagði að Landsdómsákæran „gegn einum manni væri vottur þess" að þjóðin hefði leiðst inn á slíkar ófærur.

Hann sagði mikilvægt að lögsækja vegna afbrota og dæma hina seku, en þótti hins vegar umhugsunarvert ef menn væru „dæmdir" án dóms og laga með ofsafenginni og óvæginni umræðu. Hann bað fólk að huga að orðum sínum og láta af gífuryrðum og illmælgi á fréttamiðlum og bloggum.

„Öll þurfum við að horfa í eigin barm," sagði hann „og uppræta flísina úr eigin auga áður en við kveðum upp dóma yfir öðrum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×