Innlent

Ungur drengur brenndist á andliti

Mynd/Pjetur
Ungur drengur var fluttur á barnadeild á Barnaspítala Hringsins í nótt vegna brunasára á andliti. Áverkana hlaut hann við flugeldasprengingar. Drengurinn er sjö ára. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um alvarleika meiðslanna. Ekki náðist í vakthafandi lækni vegna málsins að svo stöddu.

Nýársnóttin var að öðru leyti með venjubundnu áramótasniði á slysadeild Landspítalans. Að sögn læknis voru um 70-80 manns sem trilluðu þar í gegn frá miðnætti og fram undir morgun vegna ýmis konar áverka. Það ku vera um tvöfaldur fjöldi miðað við venjulega helgi.

Þó talsvert hafi verið um slys vegna flugelda var að mestu leyti laust við alvarlega augnskaða og meiriháttar tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×