Innlent

Hver er þessi nýi fjármálaráðherra?

Oddný var áður bæjarstjóri í Garði á Reykjanesi og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009.
Oddný var áður bæjarstjóri í Garði á Reykjanesi og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Mynd úr safni
Oddný G. Harðardóttir, sem verður fjármálaráðherra á morgun, hefur verið þingmaður fyrir Samfylkinguna frá árinu 2009.

Hún er fædd í Reykjavík 9. apríl árið 1957 og er starfandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún er með stúdentspróf frá aðfaranámi Kennaraháskóla Íslands frá árinu 1977 og B.Ed.-próf frá sama skóla árið 1980. Þá er hún með stærfræðinám til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi HÍ 1991 og með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði HÍ frá 2001.

Oddný hefur starfa sem kennari bæði í grunnaskóla og í menntaskóla og var skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 2005 og svo bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs frá árunum 2006 til 2009.

Oddný sat í Fjárlaganefnd frá 2009 til 2011, og var formaður hennar 2010 til 2011. Hún hefur setið í menntamálanefnd, samgöngunefnd, allsherjar- og menntmálanefnd, þingskapanefnd og þingnefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Hægt er að lesa nánar um nýja fjármálaráðherrann á vef Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×