Innlent

Árni Páll hvatti flokksmenn til að samþykkja

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
Miklar umræður hafa verið á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem hófst um klukkan sjö í kvöld á Nordica. Fundurinn stendur enn og hafa margir tekið til máls. Fundurinn mun að minnsta kosti standa til klukkan 11.

Samkvæmt heimildum Vísis er urgur í mönnum, sérstaklega flokksmönnum úr Kópavogi, út af ráðherraskiptunum. Sumir er ósáttir við að atvinnumálin fari í atvinnuvegamálaráðuneytið til Steingríms, en margir eru á þeirri skoðun að sá málaflokkur eigi að tilheyra Samfylkingunni.

Árni Páll hélt ræðu nú á tíunda tímanum og hvatti hann flokksmenn til að samþykkja tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur um ráðherraskiptin, samkvæmt heimildum Vísis.

Hópur manna bar upp tillögu um að halda ætti leynilega kosningu á fundinum, um hvort að ráðherraskiptin skyldu ganga í gegn. Hún verður líklega haldin á eftir, eftir því sem Vísir kemst næst.

Nánari fréttir hér á Vísi þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×