Innlent

Katrín verði fjármálaráðherra þegar hún kemur úr barneignarleyfinu

Katrín Júlíusdóttur, mun gegna starfi iðnaðarráðherra þar til hún fer í barneignarleyfi. Þegar hún snýr til baka úr því, stendur til að hún verði fjármálaráðherra.
Katrín Júlíusdóttur, mun gegna starfi iðnaðarráðherra þar til hún fer í barneignarleyfi. Þegar hún snýr til baka úr því, stendur til að hún verði fjármálaráðherra. mynd úr safni
Katrín Júlíusdóttir mun gegna embætti iðnaðarráðherra þar til hún fer í barneignarleyfi á næstu vikum. Til stendur að þegar hún snúi til baka úr því leyfi, muni hún taka við stjórnartaumunum í fjármálaráðuneytinu af Oddnýju G. Harðardóttur, og verða fjármálaráðherra, samkvæmt heimildum Vísis.

Þetta var rætt á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldin var á Nordica í kvöld. Fundinum er nú lokið og voru heitar umræður á meðal flokksmanna.

Greidd voru atkvæði um tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur um ráðherraskipti í ríkisstjórninni. Kosningin var leynileg og féllu atkvæði þannig að 77 samþykktu breytingarnar og 18 sögðu nei. 10 sátu hjá eða skiluðu auðu.

Eftir því sem Vísir kemst næst er það mál manna sem voru á fundinum að Árni Páll Árnason komi sterkur út af fundinum með mikinn stuðning á bakvið sig. En hann hvatti flokksmenn til að samþykkja tillögur Jóhönnu um ríkisstjórnarskiptin fyrr í kvöld.

Þá var samþykkt að framkvæmdastjórn flokksins taki ákvörðun hvort að landsfundi flokksins verði flýtt, og haldin í vor.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.