Innlent

Kryddsíld Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp.

Í umræðunni í ár taka þátt þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahags- viðskipta- sjávarútvegs og landbúnaðarmála og formaður Vinstri grænna.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætir í forföllum Bjarna Benediktssonar formanns, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins mætir og Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar.

Umsjónarmenn verða þau Kristján Már Unnarsson og Edda Andrésdóttir.

Á meðan á umræðunum stendur verður skotið inn myndskeiðum af stærstu fréttaviðburðum ársins sem er að líða.

Einnig verður kynnt val Fréttastofu Stöðvar 2 á manni ársins 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×