Innlent

Landsbjörg þakklát fyrir sýndan stuðning um áramótin

Kristinn segir að hið mikla traust sem almenningur ber til björgunarsveitarinnar kristallist í flugeldasölunni.
Kristinn segir að hið mikla traust sem almenningur ber til björgunarsveitarinnar kristallist í flugeldasölunni.
Framkvæmdarstjóri Landsbjargar segir flugeldasöluna fyrir áramót hafa gengið afar vel. Hann segir að salan í fyrra hafi verið góð og býst við því að hún hafi verið jafngóð fyrir áramótin.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, er afar þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem fólk hefur sýnt björgunarsveitinni með flugeldakaupum og fjárframlögum. Hann segir að flugeldasalan hafi gengið afar vel og býst við því að hún hafi verið jafngóð og í fyrra.

Hann bendir á að flugeldasala haldi áfram fram að þrettándanum. Hún fer fram á risamörkuðum Landsbjargar en þeir eru staðsettir í björgunarsveitarhúsum á höfuðborgarsvæðinu.

Kristinn bendir á að hið mikla traust sem almenningur ber til björgunarsveitarinnar kristallist í flugeldasölunni. Góð sala sé vitnisburður um álit fólks. Hann tók einnig fram að fjöldi fólks hefði komið á flugeldasölur Landsbjargar og fært starfsmönnum fjárframlög.

Að lokum bendir Kristinn á að björgunarsveitin sé afar þakklát fyrir sýndan stuðning í vinsældarkosningum þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×