Innlent

Skotterta sprakk við jörðu í Breiðholti í gær

Framkvæmdarstjóri Landsbjargar segir að allar tilkynningar séu rannsakaðar.
Framkvæmdarstjóri Landsbjargar segir að allar tilkynningar séu rannsakaðar. mynd/AFP
Íbúar í Vesturbergi í Breiðholti áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar flugeldar skottertu sprungu án þess að takast á loft. Íbúi í Vesturbergi segir sprenginguna hafa verið ótrúlega sjón. Framkvæmdarstjóri Landsbjargar bendir fólki á að tilkynna slík atvik.

Atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Guðmundur Nordal, íbúi í Vesturbergi, segir að hópur fólks hafi staðið í um 20-30 metra fjarlægð frá tertunni þegar hún sprakk. Hann sagði að fólkið hefði hlaupið í allar áttir og jafnvel fleygt sér í skjól bakvið grindverk. Enginn slasaðist þó þegar atvikið átti sér stað.

Við nánari athugun kom í ljós að terta var hin svokallaða Haugsnesbardagi.

Aðspurður segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, að atvik sem þessi séu afar óalgeng. Hann bendir fólki á að það sé nauðsynlegt að tryggja það að skottertan eða flugeldinn sé stöðug þegar kveikt er í þræðinum. Mikilvægt er að tertan sé ekki staðsett á þykku lagi af snjó eða í snjóskafli.

Kristinn hvetur fólk til að tilkynna slík atvik og að hafa samband við starfsmenn á sölustöðum Landsbjargar. Hann bendir á að slíkar tilkynningar séu nauðsynlegur hluti þeirrar rannsóknarvinnu sem Landsbjörg leggst í við flugeldakaup.

Hann sagði að öll mál sem þessi yrðu rannsökuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×