Innlent

Fíkniefnabrotum fjölgar - öðrum brotum fækkar

Fíkniefnabrotum fjölgaði um 12 prósent frá síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman. Lagt var hald á gríðarlegt magn amfetamíns, eða um þrjátíu kíló.

Málum í öðrum brotaflokkum hefur hins vegar fækkað milli ára. Þannig fækkar ofbeldisbrotum um 22,5 prósent, umferðarlagabrot eru færri og hefur kynferðisbrotum fækkað um 17,5 prósent milli ára. Þá hefur innbrotum fækkað og voru á árinu að meðaltali fjögur á dag, samanborið við sex innbrot á hverjum degi ársins 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×