Innlent

Ólafur telur ríkisvaldið of umsvifamikið

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þjóð sína frá Bessastöðum í dag.

Þar fór hann í stuttu máli yfir atburði liðins árs.

Í upphafi komandi árs telur hann Ísland betur statt en ýmsar nágrannaþjóðir sínar sökum þess að Íslendingar gætu treyst á ríkulegar auðlindir.. „Ísland er að vissu leyti komið í var," sagði hann. „Þjóðin getur því átt í vændum betri kjör. Þá þurfum við að halda vel á málum, muna mistök okkar og draga af þeim lærdóm og loks hafa hugrekki til að feta nýja braut af ábyrgð."

Ólafur telur þætti ríkisvaldsins hafa þanist of út á undanförnum árum. Hann beindi vinsamlega þeim tilmælum til valdhafa að reyna að draga úr bákni sínu.

„Starfsmönnum forsetaembættisins hefur ekki fjölgað á tuttugu árum. Þeir eru enn fjórir," sagði Ólafur og spurði hvers vegna stjórnsýsla og löggjafarvald þurfi sífellt að þenjast út þegar forsetanum hefur tekist að sinna umsvifameiri verkefnum án þess að auka umsvif sín og fjölga starfsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×