Fleiri fréttir

Græna orkan afhendir ráðuneytinu skýrslu um orkuskipti

Verkefnisstjórn Grænu orkunnar afhenti í dag iðnaðarráðuneytinu skýrslu um það hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri tók við skýrslunni grænu frá Sverri Hauki Viðarssyni, formanni verkefnisstjórnar Grænu orkunnar.

Vélstjórar á Herjólfi aflýsa vinnustöðvun

Samkomulag hefur náðst kjaradeilunni á milli Eimskips, rekstraraðila Herjólfs og vélstjóra ferjunnar. Fyrirhugaðri vinnustöðvun sem hefjast átti um næstu helgi er því aflýst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Ferðir Herjólfs verða því með eðlilegum hætti um helgina.

Lögreglan minnir fólk á endurskinsmerki

Lögreglan segir það vera áberandi hve fáir grunn- og framhaldsskólanemar nota endurskinsmerki. Þetta sé sérstaklega bagalegt snemma á morgnana þegar myrkur grúfir yfir og margir eru á ferð við skóla á höfuðborgarsvæðinu, bæði gangandi og akandi.

Byssan úr Bryggjuhverfi enn ófundin - einn laus úr haldi

Byssan sem notuð var til að skjóta á bíl í Bryggjuhverfinu á föstudagskvöld er enn ófundin. Í bíl mannanna sem handteknir voru vegna málsins fannst stór kylfa, ekki ósvipuð óeirðarkylfum. Tveir mannanna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeim þriðja hefur verið sleppt. Hann er innan við tvítugt.

Maraþonfundur hjá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin situr enn á fundi í Stjórnarráðshúsinu en þar hófst fundur klukkan níu í morgun. Laust fyrir klukkan tvö var gert hlé á fundi til þess að ráðherra gætu fengið sér hádegismat og skömmu síðar var fundarhöldum fram haldið. Ástæða þessarar löngu fundarsetu mun vera sú að ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að afgreiða stjórnarfrumvörp í ríkisstjórninni svo hægt sé að leggja þau fyrir haustþingið sem nú stendur yfir.

KFS nýbúið að gera sex ára samning við Iceland Express

Öllum starfsmönnum flugþjónustunnar, Keflavík Flight Services, á keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í gær eftir að flugfélagið Astraeus hætti rekstri. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta vera mikið áfall enda var félagið nýbúið að gera sex ára þjónustu samning við Iceland Express.

Björgólfur Thor ósáttur við heimildarmyndina

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er ósáttur við dönsku myndina Thors Saga sem sýnd var á RÚV um helgina. Í myndinni er fjallað um Thor Jensen langafa Björgólfs en ekki síður um hann sjálfan og hans umsvif fyrir og eftir hrun. „Ég stóð í þeirri trú að áherslan yrði fyrst og fremst á langafa okkar," segir Björgólfur. „Hins vegar fékk ég engu ráðið um útkomuna, fremur en aðrir sem samþykktu að koma fram í myndinni."

Gaslöggu vikið frá störfum - slær í gegn á Netinu

Lögreglustjórinn á stúdentagörðunum við UC Davis háskólann í Kalíforníu hefur verið leystur tímabundið frá störfum ásamt tveimur undirmönnum sínum. Ástæðan er óhófleg notkun á piparúða þegar lögreglumennirnir reyndu að leysa upp friðsamleg mótmæli á skólalóðinni á föstudaginn var. Eins og við var að búast var atvikið tekið upp og hefur meðfylgjandi myndband vakið mikla athygli á Internetinu. Þar sést lögreglumaðurinn John Pike fara sér í engu óðslega og spreyja piparúðanum í miklu magni á námsmennina sem sitja með krosslagðar lappir og ógna engum.

Fær aðgang að gagnagrunni yfir óþekkt börn

Nokkrir íslenskir lögreglumenn eru þessa dagana í þjálfun hjá sérfræðingi frá alþjóðalögreglunni Interpol til að læra á alþjóðlegan gagnagrunn með myndum af óþekktum börnum sem eru kynferðislega misnotuð. Gagnagrunnurinn er þegar nýttur til rannsókna í um þrjátíu löndum.

Dóri laus af strandstað

Björgunarskip Landsbjargar náði fyrir stundu að draga fiskibátnum Dóra GK af strandstað í fjörunni á Stöðvarfirði, þar sem hann strandaði upp úr klukkan eitt í nótt. Ljóst er að hann er nokkuð skemmdur.

Sex aukamilljónir í jólaskraut

„Það er verið að bæta töluvert í,“ segir Jón Halldór Jónasson. upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um jólaskreytingar sem settar verða upp á vegum borgarinnar í ár.

Ók á ljósastaur í hálku

Töluverð hálka er á götum borgarinnar þessa stundina, einkum í úthverfum borgarinnar eins og Breiðholti og Grafarholti. Þrátt fyrir það hefur umferð gengið nokkuð vel hingað til að sögn lögreglunnar. Þó var bíl ekið á ljósastaur í Norðurfelli, skammt frá Jórufelli, í morgun. Bíllinn var dreginn í burtu með kranabíl og kalla þurfti starfsmenn Orkuveitunnar til því að ljósastaurinn.

Rukkarar undir fölsku flaggi

Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart vegna tveggja manna sem bönkuðu upp á í húsi í bænum og kynntu sig sem starfsmenn vörslusviptingafyrirtækis. Erindi þeirra væri að sækja bifreið manns sem var í skuld með hana.

Afnema á launauppbót í leikskólum

„Við höfum búist við þessu en þetta eru samt vonbrigði,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá fyrirætlan borgaryfirvalda að afnema yfirborgun starfsmanna leikskóla.

Atvinnulausir fá desemberuppbót

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur. Heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa eru áætluð 600-650 milljónir króna. Desemberuppbætur voru jafnframt greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði í fyrra en slíkar uppbætur höfðu þá ekki verið greiddar úr sjóðnum frá því í desember 2005.

Stórsköðuðu landa sinn í andliti

Tveir Pólverjar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardagskvöld vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar á landa sinn. Gæsluvarðhaldið, sem er á grundvelli rannsóknarhagsmuna, rennur út á morgun.

Borgum fyrir vatn og umbúðir

Kílóverð á frosnum fiski í verslunum er einnig fyrir ís, vatn og umbúðir. Þegar frosinn fiskur er soðinn er þyngdin í sumum tilvikum einungis helmingurinn af því sem borgað var fyrir. Þetta er niðurstaða úttektar Neytendasamtakanna sem framkvæmd var af Matís á gæðum frosins fisks í stórmörkuðum.

Neitaði viðtöku trúnaðargagna

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gekk af fundi stjórnar Orkuveitunnar á föstudag eftir að tillaga hennar um að rætt yrði við Geogreenhouse um að aflétta leynd af samningi milli fyrirtækjanna var felld.

Atlantsolía lækkar bensínverðið um tvær krónur

Atlantsolía lækkaði bensínverð í morgun um tvær krónur og kostar lítrinn nú rúmar 227 krónur. Hefur verðið lækkað um 15 krónur frá því hámarki, sem verðið fór í, um mitt síðastliðið sumar.

Hópuppsögn á Keflavíkurflugvelli

Þrjátíu starfsmönnum þjónustufyrirtækisins Keflavík Flight Services á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í gær.

Hægrimenn unnu stórsigur

Hægrimenn á Spáni unnu stórsigur í þingkosningunum þar á sunnudag. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins, eða 186 sæti af 350.

Niðurskurður eykur kostnað almennings

Samstöðuhópur um Heilbrigðisstofnun Suðrulands telur að sá sparnaður, sem velferðarráðuneytið telur sig ná fram með boðuðum niðurskurði komi að miklu leiti fram í auknum kostnaði þeirra, sem þjónustuna þurfa að nota.

Delta flýgur til Íslands á ný

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun fljúga milli Keflavíkurflugvallar og John F. Kennedy-flugvallar í New York næsta sumar.

Mikil hálka víða á landinu

Mikil hálka er á vegum og götum, einkum á suðvestanverðu landinu. Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fimm á Suðurlandi síðdegis, en engin slasaðist í öllum þessum óhöppum.

Landspítalinn lánar Garðabæ Vífilsstaði

Allir 39 íbúar hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í Garðabæ voru fluttir á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 12. nóvember vegna ófullnægjandi aðbúnaðar. Húsið stendur nú autt.

Alþingi neitað um úttekt í fyrsta sinn

Ríkisendurskoðun hefur hafnað beiðni Alþingis um að gera úttekt á áætluðum kostnaði, forsendum og fleiri þáttum sem tengjast fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum. Er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin hafnar beiðni frá Alþingi.

Hakkari gerði vef óvirkan

Hakkari réðst á síðu Umhverfisvaktarinnar, umhverfisvaktin.is, í Hvalfirði strax eftir að ályktanir fyrsta aðalfundar félagsins voru sendar út, segir á vefnum kjos.is. Síðan lá niðri í nokkra daga en hefur verið opnuð að nýju.

Björn Hlynur hlaut styrkinn

Björn Hlynur Haraldsson leikari hlaut í gærkvöldi styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur.

Börðu starfsmann og læstu inni

Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fjóra pilta sem struku frá meðferðarheimilinu að Háholti í Skagafirði 17. júlí í sumar.

Um þrjú hundruð 2010-börn komin á einkarekna leikskóla

Ríflega þrjúhundruð og þrjátíu börn í Reykjavík, fædd árið 2010, hafa þegar fengið pláss á sjálfstætt starfandi leikskólum. Reykjavíkurborg greiðir mánaðarlega um fjórar milljónir króna til leikskólanna með þessum börnum.

Þrír handteknir eftir að kannabisræktun var stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í síðustu viku. Í framhaldinu var farið í tvær húsleitir til viðbótar, aðra á höfuðborgarsvæðinu en hina á Suðurnesjum.

Geðlæknir: Axel hefur ekkert í fangelsi að gera

Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans segir að maðurinn sem varð sambýliskonu sinni að bana í maí síðastliðnum sé auglóslega mjög veikur einstaklingur sem ekki eigi heima í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í morgun að maðurinn sé ósakhæfur.

Fjórir piltar ákærðir fyrir árás á meðferðarheimili

Fjórir piltar á aldrinum sextán til átján ára hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara fyrir að hafa ráðist á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði í sumar. Piltarnir læstu starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl.

Helmingur landsmanna hefur heimsótt Hörpu

Rúmur helmingur landsmanna hefur heimsótt Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík, ef marka má skoðannakönnun sem MMR hefur gert. Nokkur munur er á heimsóknum eftir búsetu fólks en um sjötíu prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni hafa enn ekki kíkt á húsið.

Lofaði brennivíni í skiptum fyrir munnmök

19 ára gamall maður var í síðasta mánuði dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn barnaverndarlögum og áfengislögum en hann lét fimmtán ára gamla stúlku framkvæma á sér munnmök gegn því að lofa henni því að hann myndi útvega henni áfengi. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa, nokkrum dögum áður, útvegað stúlkunni áfengi.

Leitaði aðstoðar eftir að hafa ráðist á leikskólakennara

Ungi karlmaðurinn sem dæmdur var í morgun til að sæta öryggisvistun á Sogni vegna morðsins í Heiðmörk í maí var lagður inn á geðdeild tæpum mánuði áður en hann myrti sambýliskonu sína. Hann hafði þá ráðist á aðstoðarleikskólastjóra í Fjarðarbyggð, þar sem barn þeirra var í gæslu.

Stofnun Vigdísar ber merki UNESCO

Alþjóðleg tungumálamiðstöð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungummálum við Háskóla Íslands hefur fengið samþykki Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) til að starfa undir formerkjum hennar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Háskólatorgi í dag. Á fundinum var einnig greint frá því að á næstunni yrði efnt til opinnar hönnunarsamkeppni vegna byggingar tungumálamiðstöðvarinnar og að ætlunin sé að hefja framkvæmdir eftir eitt til eitt og hálft ár.

Barnaheill veita Herdísi viðurkenningu

Herdís Storgaard fékk í morgun viðurkenningu Barnaheilla, sem veitt er árlega í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi samtakanna. Herdís hefur um árabil unnið að bættum slysavörnum, ekki síst í þágu barna.

Sjá næstu 50 fréttir