Innlent

Hægrimenn unnu stórsigur

Mariano Rajoy þykir afskaplega hæglátur og yfirvegaður maður – sumir segja óspennandi.nordicphotos/afp
Mariano Rajoy þykir afskaplega hæglátur og yfirvegaður maður – sumir segja óspennandi.nordicphotos/afp
Hægrimenn á Spáni unnu stórsigur í þingkosningunum þar á sunnudag. Lýðflokkurinn hlaut tæplega 45% atkvæða og hreinan meirihluta í neðri deild spænska þingsins, eða 186 sæti af 350.

Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans José Luis Zapatero beið afhroð, hlaut aðeins 29 prósent atkvæða og 110 þingsæti. Hann óskaði keppinauti sínum til hamingju með sigurinn í fyrrakvöld.

Spánverjar standa frammi fyrir miklum efnahagsþrengingum og gríðarlegu atvinnuleysi. Mariano Rajoy, leiðtogi Lýðflokksins, tekur við forsætisráðherraembættinu af Zapatero eftir mánuð. Hann sagðist í gær gera sér grein fyrir umfangi þeirra verkefna sem lægju fyrir og hann væri reiðubúinn að færa fórnir. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×