Innlent

Sex aukamilljónir í jólaskraut

Starfsmenn Orkuveitunnar voru í óðaönn í gær að setja upp glænýjar ljósaseríur á Sóleyjargötu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði.FRéttablaðið/HAG
Starfsmenn Orkuveitunnar voru í óðaönn í gær að setja upp glænýjar ljósaseríur á Sóleyjargötu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði.FRéttablaðið/HAG
„Það er verið að bæta töluvert í,“ segir Jón Halldór Jónasson. upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, um jólaskreytingar sem settar verða upp á vegum borgarinnar í ár.

Áætlað er að borgin verji 31 milljón króna í jólaskreytingar að þessu sinni. Sex milljónir er viðbótarkostnaður miðað við fyrri ár. Helgast það af endurnýjun og viðbótum.

Meðal þess sem er verið að endurnýja eru ljósaseríur í um eitt hundrað trjám í miðborginni sem ekki var kveikt á í fyrra. Þessi tré eru á Laugavegi, í Bankastræti, Lækjargötu og á Sóleyjargötu.

„Síðan ætlum við að bæta við fimm jólatrjám á torgum svo þau verða samtals 25,“ segir Jón Halldór. „Við erum að láta smíða tíu stórar jólaklukkur sem nú í vikunni verða hengdar upp yfir Laugavegi og Skólavörðustíg. Þá má nefna að við erum að láta gera nýja stjörnu á Óslóartréð en kveikt verður á því næsta sunnudag. Við erum að nota peninginn til að hleypa lífi í borgarbúa.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×