Fleiri fréttir

Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt"

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina.

Skotárás í Bryggjuhverfi: Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem gaf sig fram við lögreglu í gær vegna rannsóknar á skotárásinni, sem gerð var með haglabyssu á bíl á ferð við austanverðan Elliðaárvog, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun fram til 2. desember.

Dæmdur til vistunar á Sogni vegna manndráps

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þess að sæta vistun á Sogni vegna manndráps í Heiðmörk í maí síðastliðnum. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa banað sambýliskonu sinni og barnsmóður. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Sló húsráðanda með málmskefti

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotaþolinn mætti fyrir dóm og dró kæruna til baka. Málið verður þó rekið áfram hvað varðar líkamsárásina.

Buster fann hassmola í heimahúsi

Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af ökumanni bifreiðar vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í framhaldi var gerð leit á heimili ökumannsins. Fíkniefnahundurin Buster, sem er af gerðinni English Springer Spaniel, tók þátt í leitinni. Hann gaf vísbendingu um að á tilteknum stað væru fíkniefni. Buster reyndist fundvís því lögreglumenn drógu fram nokkra hassmola sem vógu um 40 grömm.

Bílvelta á Þrengslavegi

Bíll velti á Þrengslavegi um tíuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi höfðu þrír komist út úr bílnum af eigin rammleik þegar sjúkralið og lögregla voru komin á staðinn. Þeir voru allir heilir á húfi. Ekki hafa frekari upplýsingar borist um málið.

Hnífamaður handtekinn í Grímsnesi

Ungur karlmaður var handtekinn í sumarbústað, skammt frá Borg í Grímsnesi, um klukkan sjö í morgun eftir að hann hafði verið að sveifla hnífi fyrir framan félaga sína. Hann var staddur í bústaðnum ásamt fleira fólki sem hafði verið þar í gleðskap frá því í gærkvöldi. Maðurinn gisti nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og verður yfirheyrður þegar hann vaknar í dag. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum einhverra efna.

Mun fleiri andvana fædd börn en skráð hjá Hagstofu

Mun fleiri börn fæðast andvana hér á landi en segir í tölum Hagstofunnar. Séu tölur Fæðingaskrár Landspítalans um andvana fædd börn bornar saman við tölur Hagstofunnar, frá árunum 2002 til 2009, er tíðnin rúmum 40 prósentum hærri í skýrslum LSH. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sækir sínar tölur um andvana fædd börn til Hagstofunnar, en mælst er til þess að nýrri skilgreiningar séu notaðar en þær sem Hagstofan styðst við.

Hermann Fannar borinn til grafar

Hermann Fannar Valgarðsson, sem varð bráðkvaddur 9. nóvember síðastliðinn, verður borinn til grafar í dag. Hermann var umfangsmikill atvinnurekandi og tölvuforritari. Hann hafði jafnframt vakið athygli sem útvarpsmaður á X-inu. Hermann var mörgum kunnur í Hafnarfirði og var meðal annars virkur í starfi FH. Fjölmargir vinir Hermanns minnast hans í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag.

Arnaldur fær enn ein verðlaunin

Arnaldi Indriðasyni rithöfundi hafa áskotnast enn ein verðlaunin á erlendri grund. Um er að ræða heiðursverðlaun menningarhátíðarinnar „Boréales/Région Basse-Normandie du Polar nordique" sem veitt verða í fyrsta sinn þann 19. nóvember nk. í tilefni af 20 ára afmæli hátíðarinnar.

Lögreglan fór tvisvar inn í fíkniefnabæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn í íbúð í austurborginni í gærkvöldi þar sem vitað er að fíkniefni eru höfð um hönd. Lítilræði af ýmsum efnum fannst þar við leit og var skýrsla tekin af húsráðendum og gestum.

Enn í haldi vegna skotárásarinnar

Það ræðst í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds verði krafist yfir karlmanni á þrítugsaldri vegna skotárásar á bíl við austanverðan Elliðaárvog á föstudagskvöld, en hann gaf sig fram við lögreglu í gær.

Lengja opnunartíma fyrir jólin

Opið verður frá og með deginum í dag hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Eskihlíð í Reykjavík alla virka daga milli klukkan 9 og 17 fram að jólum.

Erfiðast að tilkynna fólki um barnsmissi

„Erfiðasti hlutinn við mitt starf er ekki að sinna þeim sem hafa orðið fyrir slysi. Ef maður hefur góða þjálfun og vinnur í góðu teymi er hægt að gera ótrúlega hluti. En þegar illa fer, og maður lendir í þeirri stöðu að þurfa að tilkynna einhverjum að hann hafi misst ástvin, þá tekur þetta á. Sérstaklega þegar um börn er að ræða,“ segir Viðar Magnússon, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Elsa María er Íslandsmeistari

Elsa María Kristínardóttir varð Íslandsmeistari kvenna í skák á laugardag. Í lokaumferðinni gerði hún jafntefli við Doniku Kolica og tryggði sér þar titilinn. Elsa María hlaut 6,5 vinninga í 7 skákum.

Selja hvalahljóð

Nýtt blóðstorkupróf til stýringar á blóðþynningu fékk Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, sem veitt voru á Nýsköpunarmessu Háskóla Íslands á Háskólatorgi á laugardag.

Tveir í haldi vegna skotárásar

Tveir menn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni á föstudagskvöld samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Ólöf Nordal endurkjörin varaformaður

„Ég þakka innilega fyrir þennan mikla stuðning sem ég fengið og er hrærð yfir honum,“ segir Ólöf Nordal sem var endurkjörin sem varaformaður flokksins. Hún sigraði séra Halldór Gunnarsson í Holti, sem bauð sig óvænt fram gegn henni á fundinum.

Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum

Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta.

Meintur skotmaður í gæsluvarðhald

Búið er að úrskurða karlmann, sem var handtekinn vegna skotárásar á föstudagskvöldið, í gæsluvarðhald til næsta föstudags. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Sýrlenskir uppreisnarmenn köstuðu handsprengjum

Uppreisnarmenn á Sýrlandi vörpuðu í gærkvöldi tveimur handsprengjum á byggingu sem tilheyrir Baath ríkisstjórnarflokknum í höfuðborginni Damaskus í gærkvöldi, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Kosning til formanns Sjálfstæðisflokksins hafin

Kosning í embætti Sjálfstæðisflokksins er hafin á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, eru í framboði.

Kosið um formann klukkan tvö

Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ganga til kosninga um embætti formanns klukkan tvö í dag og velja þar á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktssonar.

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í morgunsárið segir að vegir séu víðast hvar auðir, þó hálkublettir séu á Holtavörðuheiði. Þá eru ökumenn sem eiga leið um Mosfellsbæ minntir á að verið er að byggja göngubrú yfir Vesturlandsveg við Krikahverfi og hefur vegurinn verið þrengdur tímabundið.

Flestum gleymt en áhrifamikið skáld

Þótt nafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar vesturfara sé flestum gleymt gætir áhrifa hans enn í íslenskum skáldskap í gegnum höfunda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Á dögunum kom dagbók skáldsins út á vegum Lestu.is.

Áflog í íslensku flokkunum

Formannsskipti í íslenskum stjórnmálaflokkum hafa yfirleitt farið fram án mikilla átaka, í það minnsta fyrir opnum tjöldum. Þá hafa flokksformenn oftast getað verið rólegir yfir stöðu sinni þar sem fátítt hefur verið að sitjandi formenn fái mótframboð gegn sér.

Flogið með veikt grænlenskt barn til Íslands

Flogið var með veikt grænlenskt barn frá Sisimiut á Vesturströnd Grænlands til Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Það var sjúkraflugvél Mýflugs sem flaug frá Akureyri til Grænlands.

Hanna Birna: "Úr heitasta eldinum kemur sterkasta stálið“

Hanna Birna Kristjánsdóttir segist ætla að gefa kost á sér til þings nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði hún í framboðsræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til formanns flokksins. Hún gagnrýndi einnig ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa reynt að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á herðar almennings eins og í Icesave málinu.

Lesendum Fox News þykja nærfatauglýsingarnar óhugnanlegar

Eins mikið og ég vildi bregðast við rógburðinum sem ég og dóttir mín höfum þurft að þola þessa vikuna, hef ég kosið að hefja mig upp fyrir slíkt þras,“ segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að sitja fyrir á nærfötunum ásamt tæplega tvítugri dóttur sinn, í viðtali við vefsíðuna Lingerietalk.com.

Einn í haldi vegna skotárásar - tveimur skotum hleypt af

Einn maður er í haldi lögreglu vegna skotárásar í gærkvöldi og fleiri er leitað, en unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn málsins síðan í gærkvöldi samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Smá rígur er bráðnauðsynlegur

Yfir fimm þúsund eru í Liverpool-klúbbnum á Íslandi og er Bragi Brynjarsson, stjórnarmaður klúbbsins og sölumaður hjá Bönunum ehf., með þeim dyggustu. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi Braga eftir í dagsins önn og Kjartan Guðmundsson ræddi við hann.

Nýtt nýra breytti öllu

Það breytti öllu að fá nýtt nýra segir kona sem hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu. Í fyrra skiptið var hún aðeins fimmtán ára og hafði þá verið veik í nokkur ár. Hún hvetur fólk til að gerast líffæragjafar þar sem svo margir þarfnist líffæra.

Davíð Oddsson sló á létta strengi

Davíð Oddsson sló á létta strengi í óvæntri ræðu sinni á Landsfundi Sjálfstæðismanna í dag. Það sagði hann meðal annars skemmtisögu af því þegar eldri hjón horfðu á Alþingi í sjónvarpinu. Þá á Steingrímur J. Sigfússon að hafa verið að halda ræðu, þar sem hann sagði meðal annars að hann væri ekki að ljúga, heldur segja sannleikann, eins og hann hafði tamið sér í gegnum tíðina.

Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum

Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri.

Sjá næstu 50 fréttir