Innlent

Lögreglan leitar eiganda að verulegum verðmætum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlaveskið er geymt hjá lögreglunni í Kópavogi.
Seðlaveskið er geymt hjá lögreglunni í Kópavogi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir eiganda að verulegum verðmætum sem hún hefur í sinni vörslu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi fjölmiðlum.

„Peningaveski er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en í því eru veruleg verðmæti. Eigandinn getur vitjað þess á lögreglustöðina á Dalvegi 18 í Kópavogi (á skrifstofutíma)," segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Tekið er fram að krafist verður staðfestingar á eignarhaldi en það var skilvís maður sem kom með peningaveskið á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×