Innlent

Oddur Björnsson látinn

Oddur Björnsson, rithöfundur og leikskáld, er látinn, 79 ára að aldri.
Oddur Björnsson, rithöfundur og leikskáld, er látinn, 79 ára að aldri.
Oddur Björnsson, rithöfundur og leikskáld, er látinn, 79 ára að aldri.

Oddur var bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur, kennari við Iðnskólann í Reykjavík og leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá skrifaði hann bækur og fjölmörg leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Auk þess leikstýrði hann meðal annars í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands á Grímunni fyrr á árinu fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar.

Oddur lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×