Innlent

Rukkarar undir fölsku flaggi

Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart vegna tveggja manna sem bönkuðu upp á í húsi í bænum og kynntu sig sem starfsmenn vörslusviptingafyrirtækis. Erindi þeirra væri að sækja bifreið manns sem var í skuld með hana.

Eigandinn krafði mennina um gilda pappíra sem heimilaði þeim vörslusviptinguna. Þeir framvísuðu pappírum sem maðurinn taldi ekki gilda og neitaði að afhenda bifreiðina. Mennirnir létu hann vita af því að skuldin myndi hækka talsvert ef hann afhenti hana ekki. Svo hurfu þeir á braut. Bíleigandinn er í greiðsluskjóli hjá Umboðsmanni skuldara.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×