Innlent

Afnema á launauppbót í leikskólum

Haraldur Freyr Gíslason
Haraldur Freyr Gíslason

„Við höfum búist við þessu en þetta eru samt vonbrigði,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um þá fyrirætlan borgaryfirvalda að afnema yfirborgun starfsmanna leikskóla.

Í tillögu borgarstjóra fyrir borgarráð er gert ráð fyrir afturköllun sérstakrar launauppbótar sem starfsmenn leikskóla fengu í október 2007 og fólst í tíu greiddum yfirvinnutímum á mánuði. Afnema á þessar greiðslur í fjórum áföngum fram til ársins 2014.

Í greinargerð með tillögunni segir að nágrannasveitarfélögin hafi tekið upp hliðstæðar yfirborganir en að þær hafi verið felldar niður. Ástæða þess að leikskólakennarar hafi árið 2007 fengið þessa „launauppbót umfram ákvæði kjarasamninga“ hafi verið mannekla og mikið álag í starfi. Það eigi ekki lengur við.

Afnema á fyrstu 2,5 yfirvinnutímana 1. mars á næsta ári. Gefa á þeim starfsmönnum sem lægst hafa launin færi á að vinna þessa yfirvinnutíma svo heildarlaunin skerðist ekki.
Haraldur segir leikskólakennara vona að endurskoðun á launum þeirra með samanburði við grunnskólakennra leiði til þess að jafngildi launauppbótarinnar fáist til baka.

Sanngjarnt væri þó að þeir fengju hvort tveggja. „Það er bara bull að álagið hafi minnkað. En það er þó jákvætt að þetta verður afnumið í þrepum,“ segir hann.- gar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.