Fleiri fréttir Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. 28.10.2010 22:26 Sparnaðarinn hverfur með auknum flutningskostnaði Áformaður niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða skilar litlu en skaðar mikið því stór hluti sparnaðar hverfur með auknum flutningskostnaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem gerð hefur verið á efnahags- og samfélagslegum áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hún var kynnt á borgarafundi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði sem hófst klukkan 18. Það voru þau Dóra Hlín Gísladóttir, verkfræðingur, og Kristinn Hermannsson, hagfræðingur, sem unnu skýrsluna fyrir svokallað Heimavarnarlið, sem eru grasrótarsamtök sem vilja standa vörð um heilbrigðisþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum. 28.10.2010 19:52 Framtíð Sólheima í uppnámi: „Svona gerir maður ekki" Framtíð Sólheima ræðst á næstu 60 dögum. Framkvæmdastjóri Sólheima segir duttlunga og vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins setja velferð íbúanna, sem eru 43, í algjört uppnám. 28.10.2010 19:45 Hækkanir framundan í Reykjavík Álögur á venjulega fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík gætu hækkað um 75 og upp í 450 þúsund á ári hækki gjöld og skattar í höfuðborginni til samræmis við það sem tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum. 28.10.2010 19:04 Gas finnst í borkjörnum af Drekasvæðinu Vottur af gasi hefur fundist í borkjörnum sem teknir voru í sumar á botni Drekasvæðisins. Sendinefnd íslenskra stjórnvalda hefur undanfarna tvo daga fundað í Osló með norskum stjórnvöldum, meðal annars um skattalöggjöf, til að undirbúa næsta olíuútboð Íslendinga. 28.10.2010 19:03 Engin sátt grafi fyrirtæki undan réttindum launafólks Það verður engin sátt á vinnumarkaði ef fyrirtæki ætla að nýta sér slæmt atvinnuástand til að grafa undan réttindum launafólks. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að það fari vaxandi að atvinnurekendur brjóti gegn kjarasamningum. 28.10.2010 18:42 „Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli“ „Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann á von á því borinn verði fram vantrautstillaga á ríkisstjórnina innan skamms. „Við sjáum furðulegar uppákomu eins og þegar maður gengur inn í Landsbankann með gjallarhorn og stendur uppi á borði og heimtar að fá að tala við bankastjórann. Svona hlutir eru orðnir daglegt brauð á Íslandi. Það er meira en lítið að hérna.“ 28.10.2010 18:01 Lenti heilu og höldnu Tveggja hreyfla Dornier flugvél lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli á fimm tímanum í dag. Um borð voru tveir menn en flugvélin var að koma frá Kanada. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lágmarksviðbúnaður hafi verið á flugvellinum og að um svokallaða öryggislendingu hafi verið ræða. 28.10.2010 17:34 Biskupsstofa: Kynferðisbrot ekki liðin innan kirkjunnar „Kynferðisbrot eru ekki liðin í starfi kirkjunnar og hún harmar það þegar slík mál koma upp,“ segir í tilkynningu frá Biskupsstofu vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um mál sem eru til umfjöllunar hjá fagráði þjóðkirkjunnar. Biskupsstofa bendir á að fagráðið starfi sjálfstætt og án afskipta starfsfólks í söfnuðum eða yfirstjórn kirkjunnar. 28.10.2010 17:25 Sjómaður á sjálfstýringu fær bætur Hæstiréttur Íslands hnekkti úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Sjúkratryggingar Íslands voru sýknaðar af bótakröfu sjómanns. 28.10.2010 16:49 Hefndi sín á vitlausum manni Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að slá karlmann í höfuðið með flösku. Hinn dæmdi var sjálfur sleginn með flösku í höfuðið umrætt kvöld en atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Nasa í september 2008. 28.10.2010 16:36 Starfsmaður meðferðarheimilis í 2 ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir fyrrverandi starfsmanni á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Hæstarétti þótti sannað að maðurinn hefði brotið gróflega gegn stúlku sem vistuð var á heimilinu í byrjun árs 2008. Hún var sextán ára þegar að brotin voru framin. 28.10.2010 16:32 Rannsóknarnefnd skoðar lífeyrissjóðina Landssamtök lífeyrissjóða minna á að Ríkissáttasemjari hefur skipað rannsóknarnefnd að ósk samtakanna til þess að rannsaka og kanna fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. 28.10.2010 16:21 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna Dornier vélar Viðbúnaður er á þessari stundu á Keflavíkurflugvelli vegna Dornier flugvélar sem gert er ráð fyrir að muni lenda á Keflavíkurflugvelli um hálffimmleytið. Annar hreyfill vélarinnar er óvirkur. Tveir menn eru um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Isavia hefur viðbúnaðarstig verið sett á „Hættustig lítið“. 28.10.2010 16:16 Handtekinn með afsagaða haglabyssu og fimm mótorhjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann á þrítugsaldri eftir að nokkuð magn af þýfi og fíkniefnum fundust í hans vörslu. Má þar meðal annars nefna afsagaða haglabyssu, fimm mótorhjól og rúmlega 250 grömm af amfetamíni. Maðurinn er enn í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 28.10.2010 15:09 Vilja funda vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félags- og tryggingamálanefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða viðbrögð vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótakerfinu. 28.10.2010 14:58 LÍÚ: Berjumst gegn hugmyndum stjórnvalda „Það er nauðsynlegt að rekja fyrir ykkur samskipti okkar við stjórnvöld nokkuð ítarlega. Aðeins þannig tel ég mér fært að leiða ykkur inn í þá veröld sem við búum við. Allt frá því núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur mikilvægasta verkefni okkar falist í því að berjast gegn illa ígrunduðum og óraunhæfum hugmyndum stjórnvalda. 28.10.2010 14:47 Hannes Þór á ársgamlan son - Afi býður hann velkominn „Þetta er óvænt ljós í myrkrinu,“ sagði Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu, í viðtali við Pressuna.is en þar segir frá því að sonur hans, Hannes Þór, sem var myrtur í ágúst síðastliðnum, eigi ársgamlan son. 28.10.2010 14:47 Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28.10.2010 14:25 Sólheimar hugsanlega úr sögunni Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi. 28.10.2010 14:07 Fráleitt tilboð á borðinu í makríldeilunni Norðmenn og ESB hafa lagt fram tilboð í makríldeilunni sem Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra telur fráleitt. Samingsviðræður eru hafnar að nýju í London. 28.10.2010 13:54 Kvartanirnar 24 eru bréf til mannréttindaskrifstofu Þær 24 kvartanir sem sjálfstæðismenn í mannréttindaráði Reykjavíkur vísa til í bókun sinni eru skriflegar athugasemdir sem borist hafa til mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Þar eru því ekki taldar með kvartanir sem lagðar hafa verið fram til skólastjóra, leikskólakennara eða annarra sem starfa í leik- og grunnskólum, hvort sem er munnlega eða skriflega. 28.10.2010 13:44 Tveggja daga hvolpar misstu mömmu sína „Lífið er hverfult. Hér sit ég buguð af sorg og sé varla út úr augunum fyrir táraflóði og hrópa út til ykkar því nú þarf ég aldeilis á hjálp að halda," segir Íris Björk Hlöðversdóttir sem átti tíkina Bellu. 28.10.2010 13:33 Stal tæpum tveimur milljónum frá Leikfélagi Dalvíkur Kona á fimmtugsaldri var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi í dag fyrir að draga að sér tæpar tvær milljónir frá Leikfélagi Dalvíkur á árunum 2008 til 2009. 28.10.2010 13:17 Loðnukvóti líklegast gefinn út Magn ungloðnu er mun meira en mælst hefur í mörg ár, samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar. Þessar niðurstöður leiða líklega til þess að ráðlagður verði upphafskvóti fyrir vertíðina 2011/2012. 28.10.2010 12:51 Háskóli Íslands varar nemendur við þráðlausa netinu Háskóli Íslands varar nemendur við sem nota þráðlausa netið í skólanum og segja að opin þráðlaus net hafi alltaf verið óörugg. „Þetta hefur verið flókin aðgerð og því ekki mikið um misnotkun að ræða þar til nú." 28.10.2010 12:41 Gagnrýna forgangsröðun meirihlutans Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og VG í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna forgangsröðun í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, fagnar fyrirhuguðum útsvarshækkunum, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafnar algjörlega útsvars- og gjaldahækkunum í Reykjavík. 28.10.2010 12:03 Hvetur launþega til að sækja rétt sinn Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að ótti launþega um að sækja sín réttindi sé ekki eingöngu bundinn við hinn almenna vinnumarkað. Niðurskurðarkrafan í opinbera geiranum hafi valdið því að kjarasamningsbundnum réttindum launþega hafi í sumum tilvikum verið vikið til hliðar. 28.10.2010 11:53 Metfjöldi doktorsvarna við HÍ Alls fóru 32 doktorsvarnir fram við Háskóla Íslands í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Fjórtán varnir fóru fram hjá Heilbrigðisvísindasviði, fjórar frá Hugvísindasviði, fimm frá Félagsvísindasviði, ein frá Menntavísindasviði og átta frá Verkfræði- og náttúruvisindasviði. 28.10.2010 11:50 Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar verður áfram friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti. 28.10.2010 11:32 Mótmæla tillögum Mannréttindaráðs á Facebook Hátt í sex hundruð manns hafa skráð sig í Facebook-hóp sem mótmælir tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Í lýsingu á síðunni segir einfaldlega: 28.10.2010 11:02 Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." 28.10.2010 10:05 Ók án ökumanns frá Ítalíu til Kína Mannlaus bíll setti á dögunum met þegar hann ók frá Ítalíu alla leið til Kína. Um heimsmet er að ræða en þetta er lengsta ökuferð ómannaðs ökutækis í sögunni. Það voru ítalskir sérfræðingar sem útbjuggu bílinn en hann er búinn fjarlægðarskynjurum og GPS staðsetningarbúnaði og getur keyrt án þess að ökumaður komi nokkuð þar að. 28.10.2010 09:59 Hreyfingin vill nýja stjórn Hreyfingin vill að hafin verði undirskriftasöfnun til að skora á forseta lýðveldisins að skipa starfhæfa ríkisstjórn í landinu svo fljótt sem verða má. Ályktun þessa efnis var samþykkt á opnum fundi Hreyfingarinnar í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfingunni. 28.10.2010 09:20 Ármann vill ekki sameinast Reykjavík Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Kópavogi, telur ekki heillavænlegt að Kópavogur og Reykjavík verði sameinuð. „Mér finnst alveg út í bláinn að sameina tvö af stærstu sveitarfélögum landsins þannig að úr verði um 150 þúsund manna sveitarfélag," segir Ármann. Honum finnst liggja mun beinna við að ef sameina eigi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þá ætti að sameina þau smærri en halda Reykjavík sér. Þannig myndi skapast meira jafnvægi á milli sveitarfélaga en að búa til eitt svo stór að það teldi tæpan helming allra landsmanna. 28.10.2010 09:07 Varað við stormi og stórhríð Veðurstofan varar við stormi og stórhríð víða um land um helgina. Strax á morgun verður vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu og á laugardag er búist norðaustan hvassviðri eða stormi við austur- og norðurströndina með talsverðri snjókomu og enn hvassari vindi á hálendinu. 28.10.2010 08:52 Ægir snýr aftur eftir sex mánaða fjarveru Það voru fagnaðarfundir þegar varðskipið Ægir lagðist að bryggju í Reykjavík í gærkvöldi eftir sex mánaða fjarveru í leiguverkefni fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. 28.10.2010 08:07 Ráðgert að Perlan dæli í dag Ráðgert er að sanddæluskipið Perlan hefji dælingu úr Landeyjahöfn í dag, en ekkert hefur verið dælt úr höfninni síðan á sunnudag. 28.10.2010 07:58 Mjög ósáttur vegna krufningar folalda „Þetta eru ekkert annað en hamfarir fyrir mér í minni hrossarækt,“ segir Ríkharður Flemming Jensen hrossaræktandi. Hann missti nýverið tvö folöld af þremur, sem hann átti, úr hóstapestinni, að því er hann telur. 28.10.2010 07:00 Neitaði að fara úr lögreglubíl Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir brot gegn lögreglulögum og valdstjórninni. 28.10.2010 06:30 Ríkisstjórnin ræðir netöryggi Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ætlar að kynna tillögur um viðbrögð og vinnulag vegna netöryggis á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Verið er að leggja lokahönd á málið í ráðuneytinu, samkvæmt upplýsingum þaðan. 28.10.2010 06:00 Gefur lítið fyrir rökstuðning Einn umsækjenda um starf skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir ráðningu fyrrum aðstoðarmanns ráðherra í starfið. „Mér finnst þessi rökstuðningur ekki merkilegur, og augljóst að þetta eru eftirárök,“ segir Geir Oddsson auðlindafræðingur. 28.10.2010 06:00 Veiði smábáta 76 þúsund tonn Afli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 75.966 tonn. Það er 2.500 tonna aukning á milli ára. Verðmæti upp úr sjó sló fyrri met, 19,1 milljarður króna sem jafngildir útflutningsverðmætum upp á rúma 38 milljarða, að því kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. 28.10.2010 06:00 Meira flutt inn af nautakjöti Innflutningur á nautakjöti hefur aukist umtalsvert milli ára, um 27 prósent. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru flutt inn 95 tonn af kjöti en á sama tímabili í fyrra nam innflutningur 74 tonnum. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 28.10.2010 06:00 Mistök voru að rukka konuna Ung stúlka sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSV) í kjölfar nauðgunar í ágúst síðastliðnum fékk nýlega senda rukkun í pósti vegna aðstoðar sem hún hlaut í kjölfar nauðgunarinnar. Heilbrigðisstofnanir skulu ekki rukka einstaklinga sem leita eftir aðstoð vegna nauðgunar um komugjald. 28.10.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. 28.10.2010 22:26
Sparnaðarinn hverfur með auknum flutningskostnaði Áformaður niðurskurður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða skilar litlu en skaðar mikið því stór hluti sparnaðar hverfur með auknum flutningskostnaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem gerð hefur verið á efnahags- og samfélagslegum áhrifum fyrirhugaðs niðurskurðar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hún var kynnt á borgarafundi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði sem hófst klukkan 18. Það voru þau Dóra Hlín Gísladóttir, verkfræðingur, og Kristinn Hermannsson, hagfræðingur, sem unnu skýrsluna fyrir svokallað Heimavarnarlið, sem eru grasrótarsamtök sem vilja standa vörð um heilbrigðisþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum. 28.10.2010 19:52
Framtíð Sólheima í uppnámi: „Svona gerir maður ekki" Framtíð Sólheima ræðst á næstu 60 dögum. Framkvæmdastjóri Sólheima segir duttlunga og vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins setja velferð íbúanna, sem eru 43, í algjört uppnám. 28.10.2010 19:45
Hækkanir framundan í Reykjavík Álögur á venjulega fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík gætu hækkað um 75 og upp í 450 þúsund á ári hækki gjöld og skattar í höfuðborginni til samræmis við það sem tíðkast í sumum nágrannasveitarfélögum. 28.10.2010 19:04
Gas finnst í borkjörnum af Drekasvæðinu Vottur af gasi hefur fundist í borkjörnum sem teknir voru í sumar á botni Drekasvæðisins. Sendinefnd íslenskra stjórnvalda hefur undanfarna tvo daga fundað í Osló með norskum stjórnvöldum, meðal annars um skattalöggjöf, til að undirbúa næsta olíuútboð Íslendinga. 28.10.2010 19:03
Engin sátt grafi fyrirtæki undan réttindum launafólks Það verður engin sátt á vinnumarkaði ef fyrirtæki ætla að nýta sér slæmt atvinnuástand til að grafa undan réttindum launafólks. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að það fari vaxandi að atvinnurekendur brjóti gegn kjarasamningum. 28.10.2010 18:42
„Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli“ „Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann á von á því borinn verði fram vantrautstillaga á ríkisstjórnina innan skamms. „Við sjáum furðulegar uppákomu eins og þegar maður gengur inn í Landsbankann með gjallarhorn og stendur uppi á borði og heimtar að fá að tala við bankastjórann. Svona hlutir eru orðnir daglegt brauð á Íslandi. Það er meira en lítið að hérna.“ 28.10.2010 18:01
Lenti heilu og höldnu Tveggja hreyfla Dornier flugvél lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli á fimm tímanum í dag. Um borð voru tveir menn en flugvélin var að koma frá Kanada. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lágmarksviðbúnaður hafi verið á flugvellinum og að um svokallaða öryggislendingu hafi verið ræða. 28.10.2010 17:34
Biskupsstofa: Kynferðisbrot ekki liðin innan kirkjunnar „Kynferðisbrot eru ekki liðin í starfi kirkjunnar og hún harmar það þegar slík mál koma upp,“ segir í tilkynningu frá Biskupsstofu vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um mál sem eru til umfjöllunar hjá fagráði þjóðkirkjunnar. Biskupsstofa bendir á að fagráðið starfi sjálfstætt og án afskipta starfsfólks í söfnuðum eða yfirstjórn kirkjunnar. 28.10.2010 17:25
Sjómaður á sjálfstýringu fær bætur Hæstiréttur Íslands hnekkti úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Sjúkratryggingar Íslands voru sýknaðar af bótakröfu sjómanns. 28.10.2010 16:49
Hefndi sín á vitlausum manni Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að slá karlmann í höfuðið með flösku. Hinn dæmdi var sjálfur sleginn með flösku í höfuðið umrætt kvöld en atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Nasa í september 2008. 28.10.2010 16:36
Starfsmaður meðferðarheimilis í 2 ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir fyrrverandi starfsmanni á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Hæstarétti þótti sannað að maðurinn hefði brotið gróflega gegn stúlku sem vistuð var á heimilinu í byrjun árs 2008. Hún var sextán ára þegar að brotin voru framin. 28.10.2010 16:32
Rannsóknarnefnd skoðar lífeyrissjóðina Landssamtök lífeyrissjóða minna á að Ríkissáttasemjari hefur skipað rannsóknarnefnd að ósk samtakanna til þess að rannsaka og kanna fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. 28.10.2010 16:21
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna Dornier vélar Viðbúnaður er á þessari stundu á Keflavíkurflugvelli vegna Dornier flugvélar sem gert er ráð fyrir að muni lenda á Keflavíkurflugvelli um hálffimmleytið. Annar hreyfill vélarinnar er óvirkur. Tveir menn eru um borð í vélinni. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Isavia hefur viðbúnaðarstig verið sett á „Hættustig lítið“. 28.10.2010 16:16
Handtekinn með afsagaða haglabyssu og fimm mótorhjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann á þrítugsaldri eftir að nokkuð magn af þýfi og fíkniefnum fundust í hans vörslu. Má þar meðal annars nefna afsagaða haglabyssu, fimm mótorhjól og rúmlega 250 grömm af amfetamíni. Maðurinn er enn í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 28.10.2010 15:09
Vilja funda vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótum Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félags- og tryggingamálanefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða viðbrögð vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótakerfinu. 28.10.2010 14:58
LÍÚ: Berjumst gegn hugmyndum stjórnvalda „Það er nauðsynlegt að rekja fyrir ykkur samskipti okkar við stjórnvöld nokkuð ítarlega. Aðeins þannig tel ég mér fært að leiða ykkur inn í þá veröld sem við búum við. Allt frá því núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur mikilvægasta verkefni okkar falist í því að berjast gegn illa ígrunduðum og óraunhæfum hugmyndum stjórnvalda. 28.10.2010 14:47
Hannes Þór á ársgamlan son - Afi býður hann velkominn „Þetta er óvænt ljós í myrkrinu,“ sagði Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu, í viðtali við Pressuna.is en þar segir frá því að sonur hans, Hannes Þór, sem var myrtur í ágúst síðastliðnum, eigi ársgamlan son. 28.10.2010 14:47
Íslendingafélagið í Árósum lagt niður Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn. 28.10.2010 14:25
Sólheimar hugsanlega úr sögunni Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi. 28.10.2010 14:07
Fráleitt tilboð á borðinu í makríldeilunni Norðmenn og ESB hafa lagt fram tilboð í makríldeilunni sem Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra telur fráleitt. Samingsviðræður eru hafnar að nýju í London. 28.10.2010 13:54
Kvartanirnar 24 eru bréf til mannréttindaskrifstofu Þær 24 kvartanir sem sjálfstæðismenn í mannréttindaráði Reykjavíkur vísa til í bókun sinni eru skriflegar athugasemdir sem borist hafa til mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Þar eru því ekki taldar með kvartanir sem lagðar hafa verið fram til skólastjóra, leikskólakennara eða annarra sem starfa í leik- og grunnskólum, hvort sem er munnlega eða skriflega. 28.10.2010 13:44
Tveggja daga hvolpar misstu mömmu sína „Lífið er hverfult. Hér sit ég buguð af sorg og sé varla út úr augunum fyrir táraflóði og hrópa út til ykkar því nú þarf ég aldeilis á hjálp að halda," segir Íris Björk Hlöðversdóttir sem átti tíkina Bellu. 28.10.2010 13:33
Stal tæpum tveimur milljónum frá Leikfélagi Dalvíkur Kona á fimmtugsaldri var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi í dag fyrir að draga að sér tæpar tvær milljónir frá Leikfélagi Dalvíkur á árunum 2008 til 2009. 28.10.2010 13:17
Loðnukvóti líklegast gefinn út Magn ungloðnu er mun meira en mælst hefur í mörg ár, samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar. Þessar niðurstöður leiða líklega til þess að ráðlagður verði upphafskvóti fyrir vertíðina 2011/2012. 28.10.2010 12:51
Háskóli Íslands varar nemendur við þráðlausa netinu Háskóli Íslands varar nemendur við sem nota þráðlausa netið í skólanum og segja að opin þráðlaus net hafi alltaf verið óörugg. „Þetta hefur verið flókin aðgerð og því ekki mikið um misnotkun að ræða þar til nú." 28.10.2010 12:41
Gagnrýna forgangsröðun meirihlutans Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og VG í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna forgangsröðun í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, fagnar fyrirhuguðum útsvarshækkunum, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafnar algjörlega útsvars- og gjaldahækkunum í Reykjavík. 28.10.2010 12:03
Hvetur launþega til að sækja rétt sinn Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að ótti launþega um að sækja sín réttindi sé ekki eingöngu bundinn við hinn almenna vinnumarkað. Niðurskurðarkrafan í opinbera geiranum hafi valdið því að kjarasamningsbundnum réttindum launþega hafi í sumum tilvikum verið vikið til hliðar. 28.10.2010 11:53
Metfjöldi doktorsvarna við HÍ Alls fóru 32 doktorsvarnir fram við Háskóla Íslands í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri. Fjórtán varnir fóru fram hjá Heilbrigðisvísindasviði, fjórar frá Hugvísindasviði, fimm frá Félagsvísindasviði, ein frá Menntavísindasviði og átta frá Verkfræði- og náttúruvisindasviði. 28.10.2010 11:50
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar verður áfram friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti. 28.10.2010 11:32
Mótmæla tillögum Mannréttindaráðs á Facebook Hátt í sex hundruð manns hafa skráð sig í Facebook-hóp sem mótmælir tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Í lýsingu á síðunni segir einfaldlega: 28.10.2010 11:02
Umdeild ráðning FME í nýja stöðu Fjármálaeftirlitið hefur ráðið Ingibjörgu S. Stefánsdóttur sem sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfsfólki Fjármálaeftirlitsins var tilkynnt um þetta í fyrradag. Þann 11. október spurði blaðamaður Vísis Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hvort staðan hafi verið sérstaklega búin til fyrir Ingibjörgu. Svar Gunnars var: „Að sjálfsögðu ekki." 28.10.2010 10:05
Ók án ökumanns frá Ítalíu til Kína Mannlaus bíll setti á dögunum met þegar hann ók frá Ítalíu alla leið til Kína. Um heimsmet er að ræða en þetta er lengsta ökuferð ómannaðs ökutækis í sögunni. Það voru ítalskir sérfræðingar sem útbjuggu bílinn en hann er búinn fjarlægðarskynjurum og GPS staðsetningarbúnaði og getur keyrt án þess að ökumaður komi nokkuð þar að. 28.10.2010 09:59
Hreyfingin vill nýja stjórn Hreyfingin vill að hafin verði undirskriftasöfnun til að skora á forseta lýðveldisins að skipa starfhæfa ríkisstjórn í landinu svo fljótt sem verða má. Ályktun þessa efnis var samþykkt á opnum fundi Hreyfingarinnar í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hreyfingunni. 28.10.2010 09:20
Ármann vill ekki sameinast Reykjavík Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Kópavogi, telur ekki heillavænlegt að Kópavogur og Reykjavík verði sameinuð. „Mér finnst alveg út í bláinn að sameina tvö af stærstu sveitarfélögum landsins þannig að úr verði um 150 þúsund manna sveitarfélag," segir Ármann. Honum finnst liggja mun beinna við að ef sameina eigi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þá ætti að sameina þau smærri en halda Reykjavík sér. Þannig myndi skapast meira jafnvægi á milli sveitarfélaga en að búa til eitt svo stór að það teldi tæpan helming allra landsmanna. 28.10.2010 09:07
Varað við stormi og stórhríð Veðurstofan varar við stormi og stórhríð víða um land um helgina. Strax á morgun verður vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu og á laugardag er búist norðaustan hvassviðri eða stormi við austur- og norðurströndina með talsverðri snjókomu og enn hvassari vindi á hálendinu. 28.10.2010 08:52
Ægir snýr aftur eftir sex mánaða fjarveru Það voru fagnaðarfundir þegar varðskipið Ægir lagðist að bryggju í Reykjavík í gærkvöldi eftir sex mánaða fjarveru í leiguverkefni fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. 28.10.2010 08:07
Ráðgert að Perlan dæli í dag Ráðgert er að sanddæluskipið Perlan hefji dælingu úr Landeyjahöfn í dag, en ekkert hefur verið dælt úr höfninni síðan á sunnudag. 28.10.2010 07:58
Mjög ósáttur vegna krufningar folalda „Þetta eru ekkert annað en hamfarir fyrir mér í minni hrossarækt,“ segir Ríkharður Flemming Jensen hrossaræktandi. Hann missti nýverið tvö folöld af þremur, sem hann átti, úr hóstapestinni, að því er hann telur. 28.10.2010 07:00
Neitaði að fara úr lögreglubíl Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir brot gegn lögreglulögum og valdstjórninni. 28.10.2010 06:30
Ríkisstjórnin ræðir netöryggi Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ætlar að kynna tillögur um viðbrögð og vinnulag vegna netöryggis á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Verið er að leggja lokahönd á málið í ráðuneytinu, samkvæmt upplýsingum þaðan. 28.10.2010 06:00
Gefur lítið fyrir rökstuðning Einn umsækjenda um starf skrifstofustjóra auðlindaskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir ráðningu fyrrum aðstoðarmanns ráðherra í starfið. „Mér finnst þessi rökstuðningur ekki merkilegur, og augljóst að þetta eru eftirárök,“ segir Geir Oddsson auðlindafræðingur. 28.10.2010 06:00
Veiði smábáta 76 þúsund tonn Afli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 75.966 tonn. Það er 2.500 tonna aukning á milli ára. Verðmæti upp úr sjó sló fyrri met, 19,1 milljarður króna sem jafngildir útflutningsverðmætum upp á rúma 38 milljarða, að því kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. 28.10.2010 06:00
Meira flutt inn af nautakjöti Innflutningur á nautakjöti hefur aukist umtalsvert milli ára, um 27 prósent. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru flutt inn 95 tonn af kjöti en á sama tímabili í fyrra nam innflutningur 74 tonnum. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. 28.10.2010 06:00
Mistök voru að rukka konuna Ung stúlka sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSV) í kjölfar nauðgunar í ágúst síðastliðnum fékk nýlega senda rukkun í pósti vegna aðstoðar sem hún hlaut í kjölfar nauðgunarinnar. Heilbrigðisstofnanir skulu ekki rukka einstaklinga sem leita eftir aðstoð vegna nauðgunar um komugjald. 28.10.2010 06:00