Innlent

Starfsmaður meðferðarheimilis í 2 ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árbót í Aðaldal.
Árbót í Aðaldal.
Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmann á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal í tveggja ára fangelsi. Hæstarétti þótti sannað að maðurinn hefði framið gróf kynferðisbrot gegn stúlku sem vistuð var á heimilinu í byrjun árs 2008. Hún var sextán ára þegar að brotin voru framin.

Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði dæmt manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brot gegn tveimur stúlkum en Hæstarétti þótti einungis hafa verið sýnt fram á brot gagnvart annarri stúlkunni.

Meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal var lokað eftir að dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar síðastliðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×