Fleiri fréttir Ranghugmyndir um starfið Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, skrifaði alþingismönnum bréf síðastliðinn föstudag þess efnis að ranghugmyndir væru meðal þingmanna um að Hraðbraut hafi gefið upp rangan fjölda nemenda til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hann fullyrðir í bréfinu að ekkert slíkt hafi nokkru sinni gerst. 28.10.2010 04:00 Suðvesturhornið áfram friðað Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. 28.10.2010 03:00 Fimmtán Mexíkóar skotnir í meðferð Fimmtán manns létust í skotáras á bílaþvottastöð nálægt borginni Tepic í Mexíkó í morgun. Að minnsta kosti tveir í viðbót eru slasaðir. 27.10.2010 22:52 Slys í Ísafjarðardjúpi: Bíllinn stórskemmdist Ökumaður dráttarbílsins sem hafnaði utan vegar við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi slapp tiltölulega lítið meiddur úr slysinu. 27.10.2010 20:34 Dæmi um að fólk veikist í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd Verkalýðshreyfingin þarf að standa í lappirnar fyrir fólkið í landinu og átta sig á stöðunni sem margir eru í, og stjórnvöld ekki síður. Þetta segir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Nefndin býr sig og skjólstæðinga undir veturinn og hefur komið upp hituðu tjaldi við úthlutunina, en dæmi eru um að fólk hafi veikst í kuldanum meðan það hefur beðið eftir aðstoð. 27.10.2010 20:06 Þöglir dómarar - aðeins tveir svara Aðeins tveir dómarar við Hæstarétt Íslands eru tilbúnir að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir séu með gengistryggt lán. Þetta eru Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, en hvorugur þeirra er með slíkt lán. 27.10.2010 19:46 Sterar og stinningarlyf í fæðubótarefnum Gæðaeftirliti með fæðurbótarefnum sem seld eru hér á landi er verulega ábótavant. Dæmi er um að sterum og stinnigarlyfjum sé blandað saman við fæðubótarefni og að þau séu í einhverjum tilfellum skaðleg. 27.10.2010 19:38 Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27.10.2010 18:33 Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. 27.10.2010 18:30 Taka ekki veikindafrí af ótta við að missa vinnuna Slæmt atvinnuástand hefur valdið því að fólk á hinum almenna vinnumarkaði nýtir ekki kjarasamningsbundin réttindi af ótta við að missa vinnuna. Dæmi eru um að fólk þori ekki að taka veikindafrí og sætti sig við laun langt undir taxta. 27.10.2010 18:21 Þarf að afplána 600 daga fangelsi fyrir þjófnað Karlmanni var gert að afplána 600 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut árið 2007 en maðurinn var handtekinn á dögunum fyrir þjófnaði í Kópavogi. 27.10.2010 16:18 Í gæsluvarðhald fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu Kona var í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. nóvember fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu í síðustu viku. Konan er grunuð um að hafa stolið fjögur þúsund krónum úr peningakassa og snyrtivörum fyrir um 21 þúsund krónur. 27.10.2010 16:16 Asó-litarefni einungis í gulum, appelsínugulum og rauðum Powerade Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells, fullyrðir að Powerade íþróttadrykkir sem Vífilfell er með umboð fyrir hér á landi, innihaldi ekki svokölluð Asó-litarefni (e. Azo). 27.10.2010 15:13 Askan breyttist í gler og flagnaði af hreyflunum Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnti í dag niðurstöðu rannsóknar um áhrif eldfjallaösku úr Eyjafjallajökli á þotuhreyfla. Gosið hafði mikil áhrif á flugsamgöngur um allan heim í apríl síðastliðnum en rannsóknin er fyrsta staðprófunin á áhrifum gosöskunnar sem gerð er í heiminum. 27.10.2010 14:49 „Ég styð tillögur mannréttindaráðs“ Á fimmta hundrað manns hafa lýst yfir stuðningi við tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur með því að skrá sig í Facebook-hópinn; „Ég styð tillögur Mannréttindaráðs um bann við trúboði í skólum.“ 27.10.2010 14:45 Tuttugu og níu sagt upp hjá Símanum Síminn hefur sagt upp 29 starfsmönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu fyrr í dag nýtt skipulag Símans á fundi með starfsfólki. Deildir eru sameinaðar og stjórnendum og starfsfólki fækkar en áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki við þessar breytingar. 27.10.2010 13:01 Tólf kærur vegna vörslu barnakláms Tólf kærur vegna vörslu á barnaklámi bárust til lögreglu á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er svipaður fjöldi og á síðasta ári þegar tíu kærur voru lagðar fram vegna barnakláms fyrir septemberlok. Árið þar á undan var fjöldi kæra hins vegar tæplega helmingi meiri, eða nítján. 27.10.2010 12:51 Guðríður opin fyrir sameiningarviðræðum Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ, tekur vel í þær hugmyndir Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkurborgar um sameiningu Kópavogs og Reykjavíkurborgar. Hún segir þó eðlilegt að huga að auknu samstarfi áður en hægt sé að ræða sameiningu. 27.10.2010 12:17 Ljósmæður vilja leiðbeiningar Ljósmæður kalla eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðuneytisins við forgangsröðun heilbrigðisþjónustu. Verði fæðingarþjónusta skorin niður á heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni, þá versni hún, auk þess sem hún verði dýrari, bæði fyrir verðandi foreldra og heilbrigðiskerfið í heild. 27.10.2010 11:58 Jón Steinsson: Fyrningafrumvarp mun ekki gagnast mörgum Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fyrningu skulda við gjaldþrot á tveimur árum mun ekki gagnast mörgum að mati Jóns Steinssonar, lektors í hagfræði. Alltof auðvelt sé fyrir lánadrottna að endurnýja kröfur. 27.10.2010 11:57 Fengu verðlaun fyrir Inspired by Iceland herferðina Ráðstefnuskrifstofa Íslands (RSÍ) og Inspired By Iceland verkefnið báru sigur úr bítum í úrslitum markaðsverðlauna ICCA-samtakanna fyrir Inspired by Iceland herferðina. 27.10.2010 11:40 Forstjóri Barnaverndarstofu: Ánægjuleg þróun Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir áhugavert hversu mjög kærum vegna nauðgana á börnum hefur fækkað milli ára. „Það er vissulega ástæða til að gleðjast ef þarna er um raunverulega fækkun að ræða," segir hann. Að mati Braga er fækkunin svo mikil að honum þykir líklegra en hitt að þarna hafi átt sér stað raunveruleg fækkun broga. „Þetta er ánægjulegur viðsnúningur frá síðustu árum þar sem málum hefur fjölgað ár frá ári,“ segir hann. 27.10.2010 11:16 Ökuníðingur á Öldugötu: Klessti fimm bíla Fimm bifreiðar voru skemmdar í nótt eða snemma í morgun á Öldugötu þegar ekið var á þær. Tjónvaldurinn forðaði sér af vettvangi en vitni segja að hann hafi verið á gráum japönskum bíl, Toyota eða Nissan, sem kominn er til ára sinna. Hann er skemmdur á hægra framhorni eftir árekstrana. 27.10.2010 11:01 Barnaníð: Kærum fækkar gríðarlega Mun færri kærur hafa borist lögreglunni vegna nauðgana á börnum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins bárust embættinu átta kærur vegna nauðgana á börnum undir fimmtán ára en í lok september á síðasta ári voru kærurnar 32. Fyrstu níu mánuði ársins þar á undan voru kærurnar 26. Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra og eru þar teknar tölur af landinu öllu. 27.10.2010 10:57 Flutningabíllinn tættist í sundur Það þykir með ólíkindum að vöruflutningabílstjóri skuli hafa sloppið lifandi eftir að bíll hans tættist bókstaflega í sundur þegar hann lenti á kletti við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi. 27.10.2010 10:43 Ólína í hálkuslysi: „Úff þetta er orðið stjórnlaust“ Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, komst í hann krappan í gær þegar bifreið sem hún ók snérist í hringi á ísilögðum veginum í Borgarfirði, nærri Munaðarnesi. 27.10.2010 09:44 Enn lækkar verðbólgan Ársverðbólgan mælist 3,3% í október og lækkar um 0,4 prósentustig milli mánaða. Verðbólgan mældist 3,7% í september. Lækkunin nú er nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um. 27.10.2010 09:13 Mánuður síðan Herjólfur sigldi síðast til Landeyjahafnar Nú eru liðnar fjórar vikur síðan Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar og sanddæluskip urðu að hætta dælingu á sunnudag vegna veðurs. 27.10.2010 08:37 Alþjóðlegi bangsadagurinn í dag Alþjóðlegi bangsadagurinn er í dag og af því tilefni býður Lýðheilsufélag læknanema öllum börnum á aldrinum 3 til 6 ára að heimsækja Bangsaspítalann með bangsann sinn á laugardag. Bangsaspítalinn verður á göngudeild Barnaspítalans komandi laugardag og verður opinn milli klukkan 10 og 16. 27.10.2010 08:36 Mótmæla niðurskurði hjá lögreglunni Félagsfundur Lögreglufélags Vestfjarða, sem haldinn var í gærkvöldi, mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á lögregluliðinu, sem muni hafa í för með sér lakari þjónustu við íbúa og ferðamenn á svæðinu. 27.10.2010 08:03 Á slysadeild eftir bílveltu Þrír voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að jeppi valt á Biskupstungnabraut um eitt leitið í nótt. Engin mun þó alvarlega slasaður. 27.10.2010 07:59 Valt í Ísafjarðardjúpi Ökumaður á stórum flutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur, að sögn lögreglu, þegar bíll hans fór út af veginum við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi. 27.10.2010 07:53 Niðurskurður í Reykjanesbæ Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að takmarka umönnunargreiðslur á árinu 2011. Þá verði greitt með hverju barni til 15 mánaða aldurs en eftir það verði greiðslur takmarkaðar við niðurgreiðslu vegna dagforeldra með börnum til leikskólaaldurs. 27.10.2010 06:00 Athygli vakin á lausum tíðnum Viðskipti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur á því athygli í síðustu ákvörðun sinni að enn sé nokkuð af lausum tíðnum fyrir FM útvarpssendingar á höfuðborgarsvæðinu. 27.10.2010 06:00 Alþingi trassar útboðsskyldu Alþingi hefði átt að bjóða út framkvæmd í kringum þing Norðurlandaráðs sem haldið verður hér á landi í nóvember, að mati Ríkisendurskoðunar. Í ábendingu stofnunarinnar er Alþingi hvatt til að endurskoða verklag sitt við verðfyrirspurnir og útboð. 27.10.2010 06:00 Ísland í fjórða sæti yfir gæði nettenginga Ísland er meðal þeirra fimm landa heims þar sem nærri 100 prósent heimila hafa háhraðatengingu við internetið. Hin löndin eru Hong Kong, Suður-Kórea, Lúxemborg og Malta. 27.10.2010 06:00 Brjóstamjólkin varð græn eftir neyslu á íþróttadrykk „Ég hef aldrei séð jafn óhugnanlegan lit á móðurmjólkinni. Hún var skærgræn," segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræðum við Háskóla Íslands. 27.10.2010 06:00 Breiðband Símans er barn síns tíma Kostnaður við Ljósnetsvæðingu Símans er tæpur milljarður króna. Ljósleiðarinn á að leysa af hólmi breiðbandið, fimmtán ára gamla tækni sem átti þó að vara til framtíðar. Kostnaður Símans við breiðbandið var einnig tæpur milljarður, að sögn Margrétar Stefánsdóttur, forstöðumanns samskiptasviðs Símans. 27.10.2010 06:00 Ætla að hafna tillögu Mannréttindaráðs Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði lýsa því yfir að tillaga meirihlutans sé óþarfi og flokkurinn muni greiða atkvæði gegn henni í óbreyttri mynd. 27.10.2010 06:00 Tíu þorp skoluðust á haf út Yfir eitt hundrað manns eru látnir og 500 er saknað eftir að flóðbylgja skall á eyjaklasa í Indónesíu á mánudag. Flóðbylgjan fylgdi jarðskjálfta sem mældist 7,7 stig á Richter-kvarða. 27.10.2010 06:00 Ráðherra þverneitar færslu hringvegarins Umhverfisráðherra hafnaði fyrr í mánuðinum hugmyndum bæjaryfirvalda í Mýrdalshreppi um nýja veglínu þjóðvegar 1 um sveitarfélagið. Það er í samræmi við tillögur Skipulagsstofnunar, sem gerði athugasemd við að ekki hafi verið gerð úttekt á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. 27.10.2010 06:00 Eftirliti erlendis lokið að sinni Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom heim eftir að hafa sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, í tvo mánuði. Um tuttugu starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa skipst á að sinna eftirliti TF-SIF. Einnig hafa fjölmargir starfsmenn á Íslandi komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti. 27.10.2010 06:00 Norðmenn birta upplýsingar um skatta á netinu Upplýsingar um skattamál einstaklinga eru víðar þrætuepli en hér á landi, en í síðustu viku birtu skattayfirvöld í Noregi allar upplýsingar um skattgreiðslur norskra borgara á vefnum. 27.10.2010 05:30 Barði í bifreið með hjólabretti Karlmaður lamdi með hjólabretti utan í bifreið á Akranesi á sunnudag, en bíllinn var í akstri. 27.10.2010 01:30 Ráðherrabíllinn fundinn Forláta Benz bifreiðin sem var stolið úr bílageymslu Sólvallagötu í Reykjavík síðastliðna nótt er kominn í leitirnar. 26.10.2010 21:02 Sjá næstu 50 fréttir
Ranghugmyndir um starfið Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, skrifaði alþingismönnum bréf síðastliðinn föstudag þess efnis að ranghugmyndir væru meðal þingmanna um að Hraðbraut hafi gefið upp rangan fjölda nemenda til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hann fullyrðir í bréfinu að ekkert slíkt hafi nokkru sinni gerst. 28.10.2010 04:00
Suðvesturhornið áfram friðað Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. 28.10.2010 03:00
Fimmtán Mexíkóar skotnir í meðferð Fimmtán manns létust í skotáras á bílaþvottastöð nálægt borginni Tepic í Mexíkó í morgun. Að minnsta kosti tveir í viðbót eru slasaðir. 27.10.2010 22:52
Slys í Ísafjarðardjúpi: Bíllinn stórskemmdist Ökumaður dráttarbílsins sem hafnaði utan vegar við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi slapp tiltölulega lítið meiddur úr slysinu. 27.10.2010 20:34
Dæmi um að fólk veikist í röðinni hjá Mæðrastyrksnefnd Verkalýðshreyfingin þarf að standa í lappirnar fyrir fólkið í landinu og átta sig á stöðunni sem margir eru í, og stjórnvöld ekki síður. Þetta segir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Nefndin býr sig og skjólstæðinga undir veturinn og hefur komið upp hituðu tjaldi við úthlutunina, en dæmi eru um að fólk hafi veikst í kuldanum meðan það hefur beðið eftir aðstoð. 27.10.2010 20:06
Þöglir dómarar - aðeins tveir svara Aðeins tveir dómarar við Hæstarétt Íslands eru tilbúnir að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir séu með gengistryggt lán. Þetta eru Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, en hvorugur þeirra er með slíkt lán. 27.10.2010 19:46
Sterar og stinningarlyf í fæðubótarefnum Gæðaeftirliti með fæðurbótarefnum sem seld eru hér á landi er verulega ábótavant. Dæmi er um að sterum og stinnigarlyfjum sé blandað saman við fæðubótarefni og að þau séu í einhverjum tilfellum skaðleg. 27.10.2010 19:38
Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27.10.2010 18:33
Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. 27.10.2010 18:30
Taka ekki veikindafrí af ótta við að missa vinnuna Slæmt atvinnuástand hefur valdið því að fólk á hinum almenna vinnumarkaði nýtir ekki kjarasamningsbundin réttindi af ótta við að missa vinnuna. Dæmi eru um að fólk þori ekki að taka veikindafrí og sætti sig við laun langt undir taxta. 27.10.2010 18:21
Þarf að afplána 600 daga fangelsi fyrir þjófnað Karlmanni var gert að afplána 600 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut árið 2007 en maðurinn var handtekinn á dögunum fyrir þjófnaði í Kópavogi. 27.10.2010 16:18
Í gæsluvarðhald fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu Kona var í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. nóvember fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu í síðustu viku. Konan er grunuð um að hafa stolið fjögur þúsund krónum úr peningakassa og snyrtivörum fyrir um 21 þúsund krónur. 27.10.2010 16:16
Asó-litarefni einungis í gulum, appelsínugulum og rauðum Powerade Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells, fullyrðir að Powerade íþróttadrykkir sem Vífilfell er með umboð fyrir hér á landi, innihaldi ekki svokölluð Asó-litarefni (e. Azo). 27.10.2010 15:13
Askan breyttist í gler og flagnaði af hreyflunum Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnti í dag niðurstöðu rannsóknar um áhrif eldfjallaösku úr Eyjafjallajökli á þotuhreyfla. Gosið hafði mikil áhrif á flugsamgöngur um allan heim í apríl síðastliðnum en rannsóknin er fyrsta staðprófunin á áhrifum gosöskunnar sem gerð er í heiminum. 27.10.2010 14:49
„Ég styð tillögur mannréttindaráðs“ Á fimmta hundrað manns hafa lýst yfir stuðningi við tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur með því að skrá sig í Facebook-hópinn; „Ég styð tillögur Mannréttindaráðs um bann við trúboði í skólum.“ 27.10.2010 14:45
Tuttugu og níu sagt upp hjá Símanum Síminn hefur sagt upp 29 starfsmönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu fyrr í dag nýtt skipulag Símans á fundi með starfsfólki. Deildir eru sameinaðar og stjórnendum og starfsfólki fækkar en áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki við þessar breytingar. 27.10.2010 13:01
Tólf kærur vegna vörslu barnakláms Tólf kærur vegna vörslu á barnaklámi bárust til lögreglu á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er svipaður fjöldi og á síðasta ári þegar tíu kærur voru lagðar fram vegna barnakláms fyrir septemberlok. Árið þar á undan var fjöldi kæra hins vegar tæplega helmingi meiri, eða nítján. 27.10.2010 12:51
Guðríður opin fyrir sameiningarviðræðum Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogsbæ, tekur vel í þær hugmyndir Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkurborgar um sameiningu Kópavogs og Reykjavíkurborgar. Hún segir þó eðlilegt að huga að auknu samstarfi áður en hægt sé að ræða sameiningu. 27.10.2010 12:17
Ljósmæður vilja leiðbeiningar Ljósmæður kalla eftir leiðbeiningum heilbrigðisráðuneytisins við forgangsröðun heilbrigðisþjónustu. Verði fæðingarþjónusta skorin niður á heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni, þá versni hún, auk þess sem hún verði dýrari, bæði fyrir verðandi foreldra og heilbrigðiskerfið í heild. 27.10.2010 11:58
Jón Steinsson: Fyrningafrumvarp mun ekki gagnast mörgum Frumvarp ríkisstjórnarinnar um fyrningu skulda við gjaldþrot á tveimur árum mun ekki gagnast mörgum að mati Jóns Steinssonar, lektors í hagfræði. Alltof auðvelt sé fyrir lánadrottna að endurnýja kröfur. 27.10.2010 11:57
Fengu verðlaun fyrir Inspired by Iceland herferðina Ráðstefnuskrifstofa Íslands (RSÍ) og Inspired By Iceland verkefnið báru sigur úr bítum í úrslitum markaðsverðlauna ICCA-samtakanna fyrir Inspired by Iceland herferðina. 27.10.2010 11:40
Forstjóri Barnaverndarstofu: Ánægjuleg þróun Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir áhugavert hversu mjög kærum vegna nauðgana á börnum hefur fækkað milli ára. „Það er vissulega ástæða til að gleðjast ef þarna er um raunverulega fækkun að ræða," segir hann. Að mati Braga er fækkunin svo mikil að honum þykir líklegra en hitt að þarna hafi átt sér stað raunveruleg fækkun broga. „Þetta er ánægjulegur viðsnúningur frá síðustu árum þar sem málum hefur fjölgað ár frá ári,“ segir hann. 27.10.2010 11:16
Ökuníðingur á Öldugötu: Klessti fimm bíla Fimm bifreiðar voru skemmdar í nótt eða snemma í morgun á Öldugötu þegar ekið var á þær. Tjónvaldurinn forðaði sér af vettvangi en vitni segja að hann hafi verið á gráum japönskum bíl, Toyota eða Nissan, sem kominn er til ára sinna. Hann er skemmdur á hægra framhorni eftir árekstrana. 27.10.2010 11:01
Barnaníð: Kærum fækkar gríðarlega Mun færri kærur hafa borist lögreglunni vegna nauðgana á börnum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins bárust embættinu átta kærur vegna nauðgana á börnum undir fimmtán ára en í lok september á síðasta ári voru kærurnar 32. Fyrstu níu mánuði ársins þar á undan voru kærurnar 26. Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra og eru þar teknar tölur af landinu öllu. 27.10.2010 10:57
Flutningabíllinn tættist í sundur Það þykir með ólíkindum að vöruflutningabílstjóri skuli hafa sloppið lifandi eftir að bíll hans tættist bókstaflega í sundur þegar hann lenti á kletti við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi. 27.10.2010 10:43
Ólína í hálkuslysi: „Úff þetta er orðið stjórnlaust“ Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, komst í hann krappan í gær þegar bifreið sem hún ók snérist í hringi á ísilögðum veginum í Borgarfirði, nærri Munaðarnesi. 27.10.2010 09:44
Enn lækkar verðbólgan Ársverðbólgan mælist 3,3% í október og lækkar um 0,4 prósentustig milli mánaða. Verðbólgan mældist 3,7% í september. Lækkunin nú er nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um. 27.10.2010 09:13
Mánuður síðan Herjólfur sigldi síðast til Landeyjahafnar Nú eru liðnar fjórar vikur síðan Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar og sanddæluskip urðu að hætta dælingu á sunnudag vegna veðurs. 27.10.2010 08:37
Alþjóðlegi bangsadagurinn í dag Alþjóðlegi bangsadagurinn er í dag og af því tilefni býður Lýðheilsufélag læknanema öllum börnum á aldrinum 3 til 6 ára að heimsækja Bangsaspítalann með bangsann sinn á laugardag. Bangsaspítalinn verður á göngudeild Barnaspítalans komandi laugardag og verður opinn milli klukkan 10 og 16. 27.10.2010 08:36
Mótmæla niðurskurði hjá lögreglunni Félagsfundur Lögreglufélags Vestfjarða, sem haldinn var í gærkvöldi, mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á lögregluliðinu, sem muni hafa í för með sér lakari þjónustu við íbúa og ferðamenn á svæðinu. 27.10.2010 08:03
Á slysadeild eftir bílveltu Þrír voru fluttir á Slysadeild Landsspítalans eftir að jeppi valt á Biskupstungnabraut um eitt leitið í nótt. Engin mun þó alvarlega slasaður. 27.10.2010 07:59
Valt í Ísafjarðardjúpi Ökumaður á stórum flutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur, að sögn lögreglu, þegar bíll hans fór út af veginum við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi. 27.10.2010 07:53
Niðurskurður í Reykjanesbæ Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að takmarka umönnunargreiðslur á árinu 2011. Þá verði greitt með hverju barni til 15 mánaða aldurs en eftir það verði greiðslur takmarkaðar við niðurgreiðslu vegna dagforeldra með börnum til leikskólaaldurs. 27.10.2010 06:00
Athygli vakin á lausum tíðnum Viðskipti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur á því athygli í síðustu ákvörðun sinni að enn sé nokkuð af lausum tíðnum fyrir FM útvarpssendingar á höfuðborgarsvæðinu. 27.10.2010 06:00
Alþingi trassar útboðsskyldu Alþingi hefði átt að bjóða út framkvæmd í kringum þing Norðurlandaráðs sem haldið verður hér á landi í nóvember, að mati Ríkisendurskoðunar. Í ábendingu stofnunarinnar er Alþingi hvatt til að endurskoða verklag sitt við verðfyrirspurnir og útboð. 27.10.2010 06:00
Ísland í fjórða sæti yfir gæði nettenginga Ísland er meðal þeirra fimm landa heims þar sem nærri 100 prósent heimila hafa háhraðatengingu við internetið. Hin löndin eru Hong Kong, Suður-Kórea, Lúxemborg og Malta. 27.10.2010 06:00
Brjóstamjólkin varð græn eftir neyslu á íþróttadrykk „Ég hef aldrei séð jafn óhugnanlegan lit á móðurmjólkinni. Hún var skærgræn," segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræðum við Háskóla Íslands. 27.10.2010 06:00
Breiðband Símans er barn síns tíma Kostnaður við Ljósnetsvæðingu Símans er tæpur milljarður króna. Ljósleiðarinn á að leysa af hólmi breiðbandið, fimmtán ára gamla tækni sem átti þó að vara til framtíðar. Kostnaður Símans við breiðbandið var einnig tæpur milljarður, að sögn Margrétar Stefánsdóttur, forstöðumanns samskiptasviðs Símans. 27.10.2010 06:00
Ætla að hafna tillögu Mannréttindaráðs Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði lýsa því yfir að tillaga meirihlutans sé óþarfi og flokkurinn muni greiða atkvæði gegn henni í óbreyttri mynd. 27.10.2010 06:00
Tíu þorp skoluðust á haf út Yfir eitt hundrað manns eru látnir og 500 er saknað eftir að flóðbylgja skall á eyjaklasa í Indónesíu á mánudag. Flóðbylgjan fylgdi jarðskjálfta sem mældist 7,7 stig á Richter-kvarða. 27.10.2010 06:00
Ráðherra þverneitar færslu hringvegarins Umhverfisráðherra hafnaði fyrr í mánuðinum hugmyndum bæjaryfirvalda í Mýrdalshreppi um nýja veglínu þjóðvegar 1 um sveitarfélagið. Það er í samræmi við tillögur Skipulagsstofnunar, sem gerði athugasemd við að ekki hafi verið gerð úttekt á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. 27.10.2010 06:00
Eftirliti erlendis lokið að sinni Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom heim eftir að hafa sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, í tvo mánuði. Um tuttugu starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa skipst á að sinna eftirliti TF-SIF. Einnig hafa fjölmargir starfsmenn á Íslandi komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti. 27.10.2010 06:00
Norðmenn birta upplýsingar um skatta á netinu Upplýsingar um skattamál einstaklinga eru víðar þrætuepli en hér á landi, en í síðustu viku birtu skattayfirvöld í Noregi allar upplýsingar um skattgreiðslur norskra borgara á vefnum. 27.10.2010 05:30
Barði í bifreið með hjólabretti Karlmaður lamdi með hjólabretti utan í bifreið á Akranesi á sunnudag, en bíllinn var í akstri. 27.10.2010 01:30
Ráðherrabíllinn fundinn Forláta Benz bifreiðin sem var stolið úr bílageymslu Sólvallagötu í Reykjavík síðastliðna nótt er kominn í leitirnar. 26.10.2010 21:02