Innlent

Íslendingafélagið í Árósum lagt niður

Valur Grettisson skrifar
Árósar.
Árósar.

Það var ákveðið eftir aðalfund Íslendingafélagsins í Árósum í gær (ÍSFÁN) að leggja félagið niður. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins mætti aðeins einn aðili á fundinn.

Svo segir í tilkynningunni: „Að því sögðu, er ljóst að ekki tókst að manna nýja stjórn fyrir áframhaldandi starf ÍSFÁN."

Félagið mun þó standa við þær skuldbindingar sem þegar var hafinn undirbúningur á.

Þannig mun barnamyndin „Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið" verða sýnd næstkomandi laugardag.

Þá mun félagið einnig standa fyrir þorrablóti þann 5. febrúar á næsta ári.

Félagið hefur verið starfandi í 48 ár og því talsverð tíðindi að það hafi nú verið lagt niður.

Í lok tilkynningarinnar þakkar fráfarandi stjórn fyrir sig. Þar stendur orðrétt:

„Vel hefur verið mætt á þá atburði sem verið hafa á vegum félagsins undanfarin ár og þakkar fráfarandi stjórn fyrir góðar viðtökur. Ljóst er að það er ágætis grundvöllur er fyrir áframhaldandi starfi en til þess þarf nýja krafta."

Hér má nálgast heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×