Innlent

Stal tæpum tveimur milljónum frá Leikfélagi Dalvíkur

Valur Grettisson skrifar
Frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Myndin er úr safni.
Frá Fiskideginum mikla á Dalvík. Myndin er úr safni.

Kona á fimmtugsaldri var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi í dag fyrir að draga að sér tæpar tvær milljónir frá Leikfélagi Dalvíkur á árunum 2008 til 2009.

Konan, sem var gjaldkeri leikfélagsins, dró að sér féð á árstímabili. Alls dró konan að sér 1,6 milljónir króna en féð notaði hún til eigin neyslu.

Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún játaði einnig undanbragðalaust brot sitt fyrir lögreglunni við rannsókn málsins.

Að auki endurgreiddi hún upphæðina til leikfélagsins að fullu. Það er metið henni til tekna að mati Héraðsdóms Norðulands eystra.

Dómur konunnar er skilorðsbundinn og fellur refsingin niður að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×