Innlent

Vilja funda vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir vill funda um misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu. Mynd/ Stefán.
Unnur Brá Konráðsdóttir vill funda um misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu. Mynd/ Stefán.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félags- og tryggingamálanefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða viðbrögð vegna misnotkunar á atvinnuleysisbótakerfinu.

Þau Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur Blöndal, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, vilja að fulltrúar frá Vinnumálastofnun verði boðaðir til fundarins til að ræða hvaða aðgerðir verður mögulegt að fara í til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu. „Dæmin hafa sýnt að á tímum gegndarlausra skattahækkanna eins og nú leitar fólk í svarta atvinnustarfsemi," segir Unnur Brá í samtali við Vísi.

Greint var frá því á dögunum að 40 fangar hafi þegið atvinnuleysisbætur á þessu ári. Dæmi eru um að einstaklingar hafi setið í fangelsi í nokkra mánuði og svikið út atvinnuleysisbætur um leið. Þá hefur líka verið greint frá því að fólk sem var með milljónir í tekjur á síðasta ári hefur þegið atvinnuleysisbætur í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×