Innlent

Neitaði að fara úr lögreglubíl

Konan neitaði að yfirgefa bílinn.
Konan neitaði að yfirgefa bílinn.
Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir brot gegn lögreglulögum og valdstjórninni.

Konunni er gefið að sök að hafa neitað að fara út úr lögreglubifreið sem hún hafði farið inn í, í leyfis­leysi, við Smiðjustíg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Þá er hún ákærð fyrir að hafa skömmu síðar slegið lögreglumann með krepptum hnefa í bringuna. Lögreglumaðurinn var við skyldustörf á staðnum. Konan neitaði sök í málinu við þingfestingu þess.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×