Innlent

Meira flutt inn af nautakjöti

Innflutningur minnkað mikið
Kjötinnflutingur til Íslands hrundi árið 2009 miðað við árin á undan.
Innflutningur minnkað mikið Kjötinnflutingur til Íslands hrundi árið 2009 miðað við árin á undan.
Innflutningur á nautakjöti hefur aukist umtalsvert milli ára, um 27 prósent. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru flutt inn 95 tonn af kjöti en á sama tímabili í fyrra nam innflutningur 74 tonnum. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Heildarinnflutningur á kjöti hefur hins vegar dregist saman um tvö prósent frá árinu 2009. Enn er langmest flutt inn af alifuglakjöti, sem nemur 52 prósentum alls kjötinnflutnings. Hlutfall nautakjöts er 23 prósent.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×