Innlent

Fráleitt tilboð á borðinu í makríldeilunni

Norðmenn og ESB hafa lagt fram tilboð í makríldeilunni sem Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra telur fráleitt. Samingsviðræður eru hafnar að nýju í London.

Norðmenn lögðu fram tilboð um að Íslendingar fengju 3,1% af veiðistofni makrílsins en Íslendingar veiða í ár um 17% af veiðistofninum. ESB styður tilboð Norðmanna.

Jón Bjarnason greindi frá þessu á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Tilboð Norðmanna og ESB felur í sér að veiða Íslendinga minnki úr 130.000 tonnum og niður í um 26.000 tonn.

„Við vorum í þessum viðræðum í góðri trú," segir Jón Bjarnason. „Það er augljóst að það hefur ekki verið gagnkvæmt af hálfu Norðmanna og ESB."

Jón segir að Íslendingar eigi tvímælalausan rétt á að veiða úr þeim makríl sem finnst við Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×