Innlent

Biskupsstofa: Kynferðisbrot ekki liðin innan kirkjunnar

„Kynferðisbrot eru ekki liðin í starfi kirkjunnar og hún harmar það þegar slík mál koma upp,“ segir í tilkynningu frá Biskupsstofu vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um mál sem eru til umfjöllunar hjá fagráði þjóðkirkjunnar. Biskupsstofa bendir á að fagráðið starfi sjálfstætt og án afskipta starfsfólks í söfnuðum eða yfirstjórn kirkjunnar.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að þrjú ný mál komu í síðasta mánuði inn á borð fagráðsins vegna ásakana um kynferðisbrot. Þrír einstaklingar hafa leitað til ráðsins og eru ásakanirnar á hendur þremur prestum. Enginn prestanna hefur áður komið við sögu hjá fagráðinu.

Fagráð kirkjunnar var sett á með starfsreglum árið 1998. „Markmiðið með setningu ráðsins var að tryggja að einstaklingar sem vilja leggja fram kvörtun vegna kynferðisáreitni eða kynferðisbrots af hálfu starfsmanns Þjóðkirkjunnar hafi farveg fyrir umkvörtun sína. Fagráðið styður meintan þolanda og leiðbeinir um framhald mála. Eitt af markmiðum Þjóðkirkjunnar við setningu starfsreglna um Fagráðið var til að koma í veg fyrir að mál sem varða ætluð kynferðisbrot væru afgreidd í söfnuði eða sóknarnefnd,“ segir í tilkynningunni. Frekari upplýsingar um fagráðið má finna á vef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is


Tengdar fréttir

Þrír prestar til viðbótar sakaðir um kynferðisbrot

Þrjú ný mál hafa í síðasta mánuði komið inn á borð fag­ráðs þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Þrír einstaklingar hafa leitað til fag­ráðsins og eru ásakanirnar á hendur þremur prestum. Enginn prestanna hefur áður komið við sögu hjá fag­ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×