Gagnrýna forgangsröðun meirihlutans Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. október 2010 12:03 Oddvitar minnihlutans í borgarráði gagnrýna meirihlutann. Mynd/ GVA. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og VG í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna forgangsröðun í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, fagnar fyrirhuguðum útsvarshækkunum, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafnar algjörlega útsvars- og gjaldahækkunum í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að skortur á forgangsröðun valdi því t.d. að tillagan sem nú liggi fyrir feli í sér að krafist sé meiri hagræðingar af menntasviði og íþrótta- og tómstundasviði en af menningar- og ferðamálasviði og miðlægri stjórnsýslu. Það geti varla talist öflug forgangsröðun í þágu barna og ungmenna. Þá gagnrýnir hún líka hversu mikið vinnan við fjárhagsáætlunina hefur dregist. ,,Við höfum í marga mánuði gagnrýnt hversu seint meirihlutinn hefur þessa mikilvægu vinnu. Nú er sá seinagangur því miður að koma niður á gæðum þeirra lausna sem boðaðar eru. Þannig er forgangsröðun í þeim tillögum sem lagðar eru fram afar óskýr og t.d. mun meiri hagræðingarkrafa gerð á ákveðna þjónustu við börn heldur en miðlæga stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur ekkert verið leitað eftir lausnum starfsfólks, en þær tillögur hafa undanfarin ár skilað okkur mjög háum fjárhæðum. Það virðist því ætla að fara, eins og við höfum haft áhyggjur af, að vandanum verður velt yfir á íbúa með stórtækum skatta- og gjaldskárhækkunum. Þetta er mjög miður og ber þess merki að fjárhagsáætlun næsta árs muni taka meira mið af þörfum kerfisins en fólksins sem í borginni býr og getur einfaldlega ekki greitt meira í skatta," segir Hanna Birna. Hanna Birna segir að sér finnist mjög ámælisvert að núverandi meirihluti skuli ekki vilja nýta sér góða vinnu, samstöðu og reynslu liðinna missera. „Við höfum náð miklum árangri í fjármálum borgarinnar, höfum í tvígang hagrætt um verulegrar fjárhæðir án þess að hækka skatta, gjöld eða segja upp fastráðnu fólki. Auðvitað hefði mátt endurskoða ákveðna þætti þeirrar aðgerðaráætlunar, en það eru vonbrigði að meirihlutinn vilji ekki líta til þess sem vel var gert og læra af þeirri reynslu sem hefur skilað okkur afgangi á fjárhagsáætlun á þessum tíma þrátt fyrir erfiða tíma," segir Hanna Birna. Tengdar fréttir Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. 27. október 2010 18:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og VG í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna forgangsröðun í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG, fagnar fyrirhuguðum útsvarshækkunum, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafnar algjörlega útsvars- og gjaldahækkunum í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að skortur á forgangsröðun valdi því t.d. að tillagan sem nú liggi fyrir feli í sér að krafist sé meiri hagræðingar af menntasviði og íþrótta- og tómstundasviði en af menningar- og ferðamálasviði og miðlægri stjórnsýslu. Það geti varla talist öflug forgangsröðun í þágu barna og ungmenna. Þá gagnrýnir hún líka hversu mikið vinnan við fjárhagsáætlunina hefur dregist. ,,Við höfum í marga mánuði gagnrýnt hversu seint meirihlutinn hefur þessa mikilvægu vinnu. Nú er sá seinagangur því miður að koma niður á gæðum þeirra lausna sem boðaðar eru. Þannig er forgangsröðun í þeim tillögum sem lagðar eru fram afar óskýr og t.d. mun meiri hagræðingarkrafa gerð á ákveðna þjónustu við börn heldur en miðlæga stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur ekkert verið leitað eftir lausnum starfsfólks, en þær tillögur hafa undanfarin ár skilað okkur mjög háum fjárhæðum. Það virðist því ætla að fara, eins og við höfum haft áhyggjur af, að vandanum verður velt yfir á íbúa með stórtækum skatta- og gjaldskárhækkunum. Þetta er mjög miður og ber þess merki að fjárhagsáætlun næsta árs muni taka meira mið af þörfum kerfisins en fólksins sem í borginni býr og getur einfaldlega ekki greitt meira í skatta," segir Hanna Birna. Hanna Birna segir að sér finnist mjög ámælisvert að núverandi meirihluti skuli ekki vilja nýta sér góða vinnu, samstöðu og reynslu liðinna missera. „Við höfum náð miklum árangri í fjármálum borgarinnar, höfum í tvígang hagrætt um verulegrar fjárhæðir án þess að hækka skatta, gjöld eða segja upp fastráðnu fólki. Auðvitað hefði mátt endurskoða ákveðna þætti þeirrar aðgerðaráætlunar, en það eru vonbrigði að meirihlutinn vilji ekki líta til þess sem vel var gert og læra af þeirri reynslu sem hefur skilað okkur afgangi á fjárhagsáætlun á þessum tíma þrátt fyrir erfiða tíma," segir Hanna Birna.
Tengdar fréttir Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. 27. október 2010 18:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Útsvar hækkar í Reykjavík - varanlegar aðgerðir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt. 27. október 2010 18:30