Innlent

Mótmæla tillögum Mannréttindaráðs á Facebook

Tillögurnar eru vægast sagt umdeildar.
Tillögurnar eru vægast sagt umdeildar.

Hátt í sex hundruð manns hafa skráð sig í Facebook-hóp sem mótmælir tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Í lýsingu á síðunni segir einfaldlega:

„Mannréttindarráð Reykjavíkur stefnir að því að þvinga í gegn tillögur sem vega að mannréttindum barna okkar og eru í andstöðu við vilja stórs hluta borgarbúa."

Einkunnarorð síðunnar er: „Frelsi snýst um val - ekki skort á vali!"

Deilan snýst um tillögur Mannréttindaráðs þar sem lagt er til að prestar og aðrir trúaðilar megi ekki hafa afskipti af almennu skólastarfi. Annar hópur hefur þegar stofnað síðu á Facebook þar sem tillögurnar eru studdar. Þar hafa þegar tæplega tvö þúsund manns skráð sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×