Innlent

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Veiðar hefjast á morgun.
Veiðar hefjast á morgun.
Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar eru heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar verður áfram friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti.

Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum eins og fyrri ár og verður reynt að sporna við sölu á rjúpu á svörtum markaði. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í október að vissulega væri til staðar svartur markaður með rjúpur. „Það er einhver en það hefur frekar dregið úr því í gegnum árin, enda er komið mikið úrval af matvælum," sagði Sigmar þá í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Vill refsa óheiðarlegum rjúpnaskyttum

Formaður Skotveiðifélags Íslands telur nauðsynlegt að refsa þeim sérstaklega sem brjóta gegn sölubanni með rjúpur. Tæplega áttatíu og fimm þúsund rjúpur veiddust á síðasta ári en þar af voru tveir veiðimenn með sextán hundruð rjúpur.

Hertar aðgerðir gegn svartamarkaðsbraski

Boðaðar hafa verið hertar aðgerðir gegn svartamarkaðsbraski með rjúpur, segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Verulega hefur dregið úr rjúpnaveiði á undanförnum árum enda þykir stofninn vera allt of lítill. Það breytir því ekki að margir sem hafa vanist því að borða rjúpnakjöt á jólunum eru enn sólgnir í slíkan mat. Þetta skapar forsendur fyrir svörtum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×