Innlent

Sólheimar hugsanlega úr sögunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hugsanlegt er að Sólheimar í Grímsnesi verði að hætta starfi í þágu fatlaðra. Mynd/ Pjetur.
Hugsanlegt er að Sólheimar í Grímsnesi verði að hætta starfi í þágu fatlaðra. Mynd/ Pjetur.
Grundvöllur fyrir starfi Sólheima í Grímsnesi að málefnum fatlaðra gæti verið brostinn, segir í samþykkt fulltrúaráðs Sólheima frá því í gærkvöldi.

Framkvæmdastjórn og fulltrúaráð Sólheima hafa fjallað ítarlega um væntanlegar breytingar á þjónustu við fatlaða vegna flutnings ríkisins á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Verði breytingar þessar að lögum um næstu áramót er brostinn grundvöllur fyrir starfi Sólheima að málefnum fatlaðra nema því aðeins að ríkið tryggi þjónustu Sólheima í búsetu og atvinnumálum með samkomulagi til 2014.

Framkvæmdastjórn og fulltrúaráð Sólheima vilja að samkomulagið grundvallist á mati á kostnaði og þjónustuþörf fatlaðra að Sólheimum sem framkvæmt verði af hlutlausum utanaðkomandi aðila og liggi fyrir áður en lögin öðlast gildi. Liggi ekki fyrir samkomulag eigi síðar en 1. desember næstkomandi feli fulltrúaráðið framkvæmdastjórn að gera viðeigandi breytingar á rekstri Sólheima og ef nauðsyn krefur undirbúa breytingar á megin starfsemi Sólheima.

Í samþykktinni segir að Sólheimar fari aðeins fram á að farið sé að gildandi lögum og að Sólheimar búi við sama rekstraröryggi og sveitarfélögin sem sé tryggt fjárhagslegt rekstraröryggi við yfirfærsluna en Sólheimum ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×