Innlent

Hefndi sín á vitlausum manni

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm yfir karlmanni sem var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að slá karlmann í höfuðið með flösku. Hinn dæmdi var sjálfur sleginn með flösku í höfuðið umrætt kvöld en atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Nasa í september 2008.

Hann krafðist þess fyrir Hæstarétti að refsing hans yrði milduð í ljósi þess að hann ætlaði að jafna sakir. En fyrir misskilning sló hann fórnarlamb sitt í höfuðið með flösku en sá hafði ekki komið nálægt fyrri árásinni.

Hæstiréttur féllst ekki á þau rök enda vitlaus maður sleginn.

Hinn dæmdi var því dæmdur í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða fórnarlambi sínu á fjórða hundrað þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×