Fleiri fréttir

Össur undirritaði tvísköttunarsamning við Króatíu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með utanríkisráðherra Króatíu, Gordan Jandrokovic, og forseta landsins, Ivo Josipovic, í Zagreb þar sem utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn. Þá heimsótti Össur króatíska þingið og ræddi við forseta þess.

Fimm húsleitir og sjö handteknir í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt fimm húsleitir í Hafnarfirði og handtekið sjö manns undanfarna daga. Á þessum stöðum hafa fundist ýmsir munir en fullvíst er talið að um þýfi sé að ræða.

Flokkurinn borgar ekki verðlaun Valhallar

Utanlandsferð sem sigurvegari í heilsuátaki Valhallar á að fá í vinning verður ekki greidd úr sjóðum flokksins heldur úr starfsmannasjóði Valhallar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Valhöll sendi frá sér og var birt á vefmiðlinum AMX nú fyrir skömmu.

Facebook lokar á Jón Gnarr

„Í einlægni vildi borgarstjóri gleðja borgarbúa með sniðugu myndbandi en svo virðist sem forsvarsmönnum Facebook sé ekki skemmt,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarmaður Jóns Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur.

Steingrímur spáir í fótbolta með eldri borgurum

Fjármálaráðherrann og fyrrum íþróttafréttamaðurinn Steingrímur J Sigfússon verður með töflufund á Hrafnistu í Reykjavík í dag, þriðjudag frá kl. 17.30, áður en leikur Hollands og Úrúgvæ hefst í undanúrslitum HM í knattspyrnu.

Ölvaður 15 ára piltur á vespu

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Einn var tekinn á föstudagskvöld, fjórir á laugardag og fjórir sömuleiðis á sunnudag.

Ánægð með hrausta Sjálfstæðismenn

„Er ekki almenn heilsuvakning í samfélaginu," segir Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins um heilsuátak starfsfólks Valhallar. Starfsmenn flokksins hafa verið fitumældir og mun sigurvegari heilsuátaksins fá vegleg verðlaun.

Sjálfstæðismenn ítreka andstöðu við hækkanir á fasteignasköttum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík óskuðu á fundi borgarráðs í dag eftir nákvæmum upplýsingum um áhrif breytinga fasteignamats á borgarsjóð. Þeir ítrekuðu jafnframt mikilvægi þess að mæta breytingunni ekki með auknum álögum á borgarbúa, heldur með hagræðingu, áframhaldandi aðhaldi og árangri í rekstri.

Vilja bjóða samfélagshetjum í laxveiði

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur ákveðið að eftirláta almenningi tvo fría veiðidaga borgarfulltrúa í Elliðaánum 13. og 20. júlí næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá borgarstjórn.

Heilsuátak í Valhöll - starfsmenn fitumældir

„Við viljum gera góða heilsu betri," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur stendur fyrir heilsuátaki starfsfólks Valhallar þar sem utanlandsferð er í verðlaun.

Bauð viðskiptafélaga í lax og vildi fá endurgreitt

Per Ulrik Schmidt vann dómsmál gegn fyrrverandi viðskiptafélaga sínum sem stefndi honum vegna veiðiferðar í Laxá í Kjós. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann af kröfu fyrrum viðskiptafélaga síns, Páls G Jónssonar, sem krafðist 3000 dollara, eða tæplega 400 þúsund króna, fyrir veiðiferðina sem þeir fóru saman í árið 2007.

Málefni fatlaðra til sveitarfélaganna

Forsætisráðherra boðar til blaðamannafundar í Stjórnarráðinu klukkan tvö í dag í tilefni af undirritun samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um fjárhagslegar forsendur fyrir flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar 2011.

Meintir smyglarar fyrir dóm

Málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag yfir fjórum einstaklingum, tveimur mönnum og tveimur konum, fyrir að standa að fíkniefnainnflutningi frá Alicante á Spáni. Um 1,7 kíló af kókaíni var að ræða og voru fíkniefnin falin í þremur ferðatöskum sem tvö þeirra fluttu með sér um Leifsstöð. Þá er fólkið einnig ákært fyrir vörslu annara fíkniefna, hassi og maríjuana.

Krabbameinslæknir rétt yfir launum kaffibarþjóns

Sigurður Böðvarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, er á förum til Bandaríkjanna eftir að hafa starfað á krabbameinsdeild Landspítalans í 9 ár frá því hann lauk sérnámi. Hann segir í samtali við Læknablaðið að tímakaup sitt fyrir vaktir séu svipað og launin sem dóttir hans fær fyrir að selja kleinur og kaffi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Breiðleiti þjófurinn með gisnu tennurnar fundinn

Ungur maður hefur viðurkennt innbrot í Gesthús og Kaffi krús um helgina. Lögreglumönnum sem áttu samskipti við manninn á sunnudag fannst útlit mannsins svipa til lýsingar sem vitni gaf af manni sem það sá við Gesthús á

Exeter-málið: Allir neituðu sök

Fyrsta dómsmálið sem sérstakur saksóknari höfðar var þingfest nú klukkan tíu. Þá var þingfest ákæra á hendur þremenningunum sem grunaðir eru um umboðssvik í svokölluðu Exeter máli.

Áfellisdómur að gengistryggð lán skyldu viðgangast

„Þetta er dæmalaus uppákoma, þegar grundvöllur umfangsmikillar lánastarfsemi sem búin er að viðgangast í níu ár er að hluta til eða verulegu leyti dæmdur ólöglegur,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um dóm Hæstaréttar vegna gengistryggðra lána.

Fámenn mótmæli við Stjórnarráðshúsið

Um það bil 20 mótmælendur standa fyrir framan Stjórnarráðshúsið og mótmæla. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er á vettvangi fara mótmælin friðsamleg fram.

Leikreglunum breytt eftir á?

Breyting á frumvarpi iðnaðarráðherra um nýtingu vatnsafls og jarðvarma vekur spurningar um hvort stór svæði hafi verið útilokuð með tilliti til framtíðarorkunýtingar. Samkvæmt frumvarpinu mun verndar- og nýtingaráætlun ekki ná til svæða sem njóta nú þegar friðlýsingar nema það sé þegar heimilt samkvæmt skilmálum friðlýsingar viðkomandi svæðis.

Boða til mótmæla við stjórnarráðið

Hópur fólks ætlar að efna til mótmæla fyrir utan stjórnarráðið við Lækjargötu klukkan hálf tíu, eða rétt áður en ríkisstjórnarfundur hefst þar.

Komu fjallgöngukonu til bjargar

Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum komu erlendri göngukonu til hjálpar í gærkvöldi eftir að hana hafði borið af leið á fjalli ofan við Herjólfsdal á Heimaey. Þar er snarbratt og þegar hún áttaði sig á að hún var komin í vandræði, hringdi hún á gistiheimilið, þar sem hún bjó, og þaðan var kallað eftir aðstoð. Leiðangurinn gekk vel og kom konan heil til byggða.

Þingmenn gagnrýna skort á undirbúningi

Með tilmælum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits til fjármála­fyrirtækja vegna dóms Hæstaréttar um gengistryggingu lána er verið að hvetja almenning til að greiða fé inn í fyrirtæki sem standa sum mjög tæpt og gætu orðið gjaldþrota, segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Ljóst er að tilmælin eru hvorki skuldbindandi fyrir fyrirtækin eða almenning. Eygló gagnrýnir harðlega að þau hafi verið sett fram án nægilegs undirbúnings. Niðurstaða Hæstaréttar hafi komið stjórnsýslunni í opna skjöldu.

Breyting útilokar orkukosti

„Þetta kann að hafa þau áhrif að allt Torfajökulssvæðið standi utan rammaáætlunarinnar. Þá erum við að tala um einn þriðja af öllum nýtanlegum jarðhita sem eftir er í landinu að mati Orkustofnunar," segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku.

Mun betri veiði en búist var við

Veiðum frystitogara HB Granda á úthafskarfa á djúpslóð er lokið á þessari vertíð. Fjögur frystiskip stunduðu veiðarnar og varð afli þeirra alls um 4.600 tonn. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að mun betur hafi gengið að veiða kvótann en menn áttu von á. Gefur það fyrirheit um að staða karfastofnsins á Reykjaneshryggnum sé betri en talið hefur verið lengi vel.

Strandblakvellir fullir öll kvöld

Mikill uppgangur er í strandblaki um þessar mundir. „Við erum að slá þátttökumet á hverju móti. Það má segja að fjöldi liða hafi tvöfaldast í sumar,“ segir Karl Sigurðsson, formaður strandblaksnefndar Blaksambands Íslands.

Krefjast 60 milljóna í bætur fyrir skítalykt

Hvalfjarðarsveit hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Vesturlands til að greiða eigendum jarðarinnar Melaleitis sextíu milljónir króna í skaðabætur fyrir meinta rýrnun á verðmæti jarðarinnar í kjölfar útgáfu byggingarleyfis fyrir svínabú Stjörnugríss á Melum.

Bæjarstjóralaun eru 850 þúsund

„Starf bæjarstjóra er gríðarlega umfangsmikið og undarlegt að minnihlutinn skuli sjá ofsjónum yfir því að það séu greidd þokkaleg laun fyrir það,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður bæjarráðs Hveragerðis, sem kveður umræðu minnihlutans í bæjarstjórn um laun bæjarstjórans vera villandi.

Netnotkun í símum lítil hér

Íslendingar sækja minna af gögnum í gegnum farsíma og netlykla en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Áskrifendur að gagnaflutningi um breiðband eru að sama skapi fæstir hér en útbreiðsla á DSL-nettengingum er mest á Íslandi. Talið er að helsta ástæða þessa sé að 3G símaþjónusta hefur skemur verið í boði hér á landi.

Íbúar Djúpavogs geta drukkið rennandi vatn á ný

Nú geta íbúar Djúpavogs drukkið rennandi vatn á nýjan leik eftir að skemmdir urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar að aurskriða féll á hana. Starfsmönnum hreppsins tókst að gera við skemmdirnar í gær og segir sveitarstjórinn skemmdirnar umtalsverðar í samtali við Austurgluggann.

Ari nýr framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins

„Þetta leggst bara mjög vel í mig, þetta er mjög spennandi starf og mikil örgrun,“ segir Ari Matthíasson nýr framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Starfið var auglýst til umsóknar í lok maímánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 14. júní síðastliðinn. Tuttugu og fimm umsóknir bárust og mun Ari hefjast störf þegar leikhúsið tekur aftur til starfa að loknu sumarleyfi.

Endaði sársvangur upp á slysó eftir eltingaleik við kött í íbúð sinni

„Ég reyndi að króa köttinn af með Vuvuzela-lúðri sem ég fann hérna inn í stofu, en hann vildi ekki fara út,“ segir Andri Snær Njarðarson, íbúi í kjallaraíbúð í Múlunum í Reykjavík. Þegar hann kom heim til sín í hádegishléi í vinnu í dag, til að fá sér að borða, heyrði hann bjölluhljóð inn í herbergi hjá sér. Hann áttaði sig fljótlega á því að köttur úr nágrenninu hafði komist inn í íbúðina. Eftir mikinn eltingaleik við köttinn endaði hann á því að bíta og klóra Andra Snæ sem þurfti að fara upp á slysadeild og fá stífkrampasprautu. Kötturinn pissaði í rúmið hans og braut nokkra muni inn í stofu hjá honum.

Ætla að bjóða ríkisstjórnina velkomna í fyrramálið

„Við ætlum að vera fyrir framan stjórnarráðið klukkan hálf tíu í fyrramálið og bjóða ríkisstjórnina velkomna," segir Kristín Snæfells Arnþórsdóttir mótmælandi en ríkisstjórnin mun halda ríkisstjórnarfund klukkan tíu. „Við eigum eftir að ákveða hvort við munum hafa hátt," segir hún.

Eldur kviknaði í beinaverksmiðjunni í Grundarfirði

Eldur kviknaðir í plaströrum í gömlu beinaverksmiðjunni í Grundarfirði um sjö leytið í kvöld. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill, að sögn Valgeirs Þórs Magnússonar slökkviliðsstjóra í Grundarfirði. „Þetta var aðalega reykur, mikill reykur," sagði hann í samtali við Vísi.

Styrmir Þór einnig ákærður fyrir peningaþvætti

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ekki aðeins ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum því hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti. Fyrstu ákærur sérstaks saksóknara verða þingfestar á morgun.

Lilja Mósesdóttir: Fólki ekki skylt að greiða af lánum sínum

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og stjórnarþingmaður, segir fólki ekki skylt að greiða af lánum sínum í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Þetta er þvert á skoðun ráðherra í ríkisstjórn, sem sagði tilmælin sanngjörn.

Landsbankinn mun þurfa að afskrifa nokkur hundruð milljónir

Landsbankinn mun þurfa að afskrifa nokkur hundruð milljónir króna vegna sölu á dreifingarfyrirtækinu Parlogis. Bankinn lánaði fyrrverandi eigendum félagsins nær allt kaupverð þess og tók það svo yfir þegar móðurfélagið varð gjaldþrota á síðasta ári.

Síminn ekki ríkisstyrktur að mati sérfræðinga

Fjarskiptasjóður óskaði eftir umsögn fjármálaráðuneytisins til að taka allan vafa um að útboð sjóðsins, á háhraðanettengingum, gæti hugsanlega stangast á við ríkisstyrkjareglur ESB. Í tilkynningu frá Fjarskiptasjóði segir að það hafi verið álit sérfræðinga fjármálaráðuneytisins á sviði ríkisstyrkja að svo væri ekki.

Grafir hafa áður verið opnaðar

Engin fordæmi eru fyrir því að gröf sé opnuð eftir dómsúrskurð líkt og gert var í nótt með gröf Bobbys Fischer. Þórsteinn Ragnarsson,

Viðburðarík mótmæli við Seðlabankann - myndir

Það voru um fjögur hundruð manns sem mótmæltu tilmælum Seðlabankans og FME um seðlabankavexti á gengistryggðum lánum. Einn var handtekinn auk þess sem kona kastaði grjóti í áttina að lögreglunni.

Vara við hvassviðri á morgun

Veðurstofa Íslands varar við austan hvassviðri við suðurströndina og á Suðausturlandi á morgun. Seinni partinn á morgun mun djúp lægð nálgast úr suðri og því er spáð vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu. Annað kvöld er búist við austanhvassviðri við suðurströndina, frá Eyjafjöllum til Öræfa, og meðalvindi 15 - 20 m/s með vindkviðum allt að 40 m/s.

Össur fer til Ungverjalands og Króatíu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Króatíu og Ungverjalands í opinbera heimsókn. Hann mun eiga viðræður við æðstu ráðamenn beggja ríkja auk þess sem hann kynnir sér verkefni sem íslensk fyrirtæki standa að í báðum löndum.

Sjá næstu 50 fréttir