Innlent

Mun betri veiði en búist var við

Grandatogarar voru mánuði fljótari að ná kvótanum en búist var við.fréttablaðið/valli
Grandatogarar voru mánuði fljótari að ná kvótanum en búist var við.fréttablaðið/valli
Veiðum frystitogara HB Granda á úthafskarfa á djúpslóð er lokið á þessari vertíð. Fjögur frystiskip stunduðu veiðarnar og varð afli þeirra alls um 4.600 tonn. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að mun betur hafi gengið að veiða kvótann en menn áttu von á. Gefur það fyrirheit um að staða karfastofnsins á Reykjaneshryggnum sé betri en talið hefur verið lengi vel.

Birkir Hrannar Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara HB Granda, segir að allir fimm frystitogarar félagsins séu nú að veiðum innan lögsögunnar en gert var ráð fyrir því að úthafskarfavertíðin stæði í mánuð til viðbótar. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×