Innlent

Eldur kviknaði í beinaverksmiðjunni í Grundarfirði

Eldur kviknaðir í plaströrum í gömlu beinaverksmiðjunni í Grundarfirði um sjö leytið í kvöld. Vel gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill, að sögn Valgeirs Þórs Magnússonar slökkviliðsstjóra í Grundarfirði. „Þetta var aðalega reykur, mikill reykur," sagði hann í samtali við Vísi.

Tólf slökkviliðsmenn og einn lögreglumenn fór á vettvang. En Gamla beinaverksmiðjan stendur við höfnina í bænum og er notuð sem geymsla. Ekki er vitað um ástæðu þess að það kviknaði í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×