Fleiri fréttir

Miðaldra kona grýtti lögreglumenn

Grjóti var kastað í átt að lögreglunni á mótmælunum við Seðlabankann nú fyrir skömmu. Kona á miðjum aldri játaði að hafa kastað steininum og sagði það hennar skilaboð til stjórnvalda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvanginn.

Mótmæli við Seðlabankann - einn handtekinn

Einn hefur verið handtekinn í mótmælunum við Seðlabankann. Átök brutust út nú fyrir skömmu þar sem lögreglan yfirbugaði einn mótmælandann. Lögreglan er klædd í hlífðarvesti og hefur aukin harka færst í mótmælin.

Seðlabankinn læstur af öryggisástæðum

„Mér sýnist að menn séu búnir að segja sitt og séu að fara," segir Stefán Jóhann Stefánsson, starfsmaður Seðlabankans. Dyrum Seðlabankans var lokað í öryggisskini vegna mótmælanna en ekki gripið til frekari aðgerða.

Kristján Loftsson: Fréttaflutningur af útflutningi „njósnastarfsemi“

Um ellefu hundruð tonn af hvalaafurðum sem Hvalur hf. hefur veitt eru í frystigeymslu, en það er tæpur fjórðungur af því sem fyrirtækið veiddi í heild sinni á síðasta ári. Kristján Loftsson segir útilokað að losa þúsund tonn á Japansmarkað á einu bretti og því sé þetta í frystigeymslu.

Kvartað til Umboðsmanns vegna tilmæla SÍ og FME

Umboðsmaður Alþingis hefur fengið formlega kvörtun frá gengislánaskuldara vegna tilmælanna sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sendu frá sér í síðustu viku um hvernig skyldi greiða af ólöglegum gengislánum þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör.

Tónlistarhátíð í Galtalæk - Engin Eldborg

Engin líkamsárás hefur verið kærð eftir tónlistarhátíð í Galtalæk sem fór þar fram um helgina. Um 5000 manns hlýddu á tónleika Scooter en að sögn lögreglu fór hátíðin vel fram - betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

Mótmæli í hádeginu: Það stefnir allt í óefni

„Það virðist allt stefna í óefni,“ segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera.

Líkamsleifar Fischers grafnar upp í morgun

„Það er búið að fullnægja dómi Hæstaréttar,“ svaraði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, þegar hann var spurður hvort búið væri að grafa upp líkamsleifar skáksnillingsins Bobby Fischers.

Enginn framboðslisti í Reykhólahreppi

Ekki hefur enn borist framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi. Skilafrestur rann út á hádegi í gær. Endurtaka þurfti sveitastjórnarkosningarnar í hreppnum þegar gleymdist að senda upplýsingar um kosningarnar á íbúa í Flatey.

Styttist í að örlög Polanskis ráðist

Yfirvöld í Sviss ætla á næstu dögum að ákveða hvort pólski leikstjórinn Roman Polanski verði framseldur til Bandaríkjanna en þar er hann eftirlýstur fyrir að hafa nauðgað ungri stúlku á áttunda áratug síðustu aldar.

Stefnir í sjósóknarmet

Það stefnir allt í met sjósókn hér við land í dag. Um sex leytið í morgun voru um 800 bátar og skip á sjó við landið og fór fjölgandi. Þetta er meira en tvöfalt meiri fjöldi en á meðal degi.

Villtust á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út upp úr miðnætti til að leita að tveimur íslenskum göngumönnum á Fimmvörðuhálsi, sem höfðu villst í þoku og kallað eftir hjálp. Björgunarsveitarmenn voru í stöðugu sambandi við göngumennina og gátu loks vísað þyrlunni á þá.

Fimm þingmenn þegja um styrki

Níu þingmenn í þremur flokkum greindu í júní frá prófkjörsbaráttu sinni 2006 hér í blaðinu. Bæði um heildarkostnað og hverjir veittu þeim hæstu styrkina. Enn eiga fimm þingmenn eftir að nafngreina styr

Íslenska skattkerfið er skilvirkt segir AGS

Íslenska skattkerfið er í grunninn skilvirkt og hafa breytingar bætt úr göllum sem á því voru. Á móti þykir hluti skattkerfisins flókinn og bjóða upp á skattaundanskot.

Biður kröfuhafa afsökunar

„Ég get ekki annað en beðið kröfuhafa afsökunar. Maður getur ekki verið stoltur þegar lagasetning á lánafyrirkomulagi sem hefur viðgengist í níu ár er dæmd ólögmæt,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Hefur tæpast áhrif á mál Glitnis

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að erlendir fjárfestar geti ekki sótt mál þar í landi á hendur erlendum fyrir­tækjum fyrir hlutabréfaviðskipti á erlendum mörkuðum.

495 fjölskyldur fengu aðstoð

Alls 495 fjölskyldur í Kópavogi fengu fjárhags­aðstoð hjá Félagsþjónustu bæjarins árið 2009. Árið 2008 var þessi fjöldi 396. Tilkynningum til barnaverndar hefur einnig fjölgað milli ára, úr 641 í 762.

Kærkomið að komast af gossvæðinu

Afleysingar á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli hefjast í dag. Tveir menn á vegum Búnaðarsambands Suðurlands, Bændasamtaka Íslands og Félags kúabænda á Suðurlandi munu ferðast milli bæja á svæðinu og leysa bændur af í tvo til sjö daga í senn og ganga í þau verk sem til falla.

Milljónalaun sögð of góð fyrir bæjarstjóra

Minnihluti A-listans í bæjarstjórn Hveragerðis segir laun Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra vera of há. Nýr ráðningarsamningur við Aldísi var ræddur á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Minnihlutinn benti á að samkvæmt honum yrðu laun og hlunnindi Aldísar um 1.050.000 krónur á mánuði.

Vuvuzela lúðrar þeyttir við Seðlabankann - barið á dyr

Um 500 manns eru saman komnir fyrir utan Seðlabanka Íslands á Arnarhóli þar sem tilmælum bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera er mótmælt. Fólkið framkallar mikinn hávaða, með búsáhöldum, trommum og Vuvuzela lúðrum sem hrellt hafa áhorfendur HM undanfarinn mánuð.

Ellen á spítala eftir átök við lögreglu

Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er á leið á bráðamóttökuna eftir að hafa lent í átökum við lögregluna í mótmælunum fyrir utan Seðlabankann. Hún segir að lögreglan hafi snúið upp á hönd hennar.

Bílaumboð getur ekki selt notaða bíla

Brimborg, eitt stærsta bílaumboð Íslands með um 200 starfsmenn, á enga notaða bíla til að selja fólki. Bílastæðið hjá fyrirtækinu er tómt en allir bílarnir voru færðir í bílaleigu fyrirtækisins. Forstjórinn vandar markaðsátakinu Inspired by Iceland ekki kveðjurnar.

Breikkun Suðurlandsvegar kannski flýtt

Samgönguráðherra segir koma til greina að flýta breikkun Suðurlandsvegar til að koma til móts við slæma verkefnastöðu verktakafyrirtækja. Hann vísar hins vegar gagnrýni um aðgerðarleysi á bug og bendir á að um 62 milljörðum verði veitt í samgönguframkvæmdir á næstu fimm árum.

Spá verðhruni

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu á eftir að hrynja ef spár sérfræðinga Landsbankans ganga eftir. Sömu spár voru notaðar til að réttlæta allt að 75 prósent afslátt á fasteignalánum þegar þau voru færð úr gamla bankanum í þann nýja.

Umferðin farin að þyngjast

Umferð á Suðvesturhorninu hefur verið þétt í dag og gengið vel fyrir sig samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu.

Afrakstur þrotlausrar vinnu starfsmanna spítalans

„Við vitum að árangurinn er afrakstur þrotlausrar og óeigingjarnrar vinnu allra starfsmanna spítalans,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga.

Lögregla leitar að breiðleitum þjóf með gisnar tennur

Um klukkan sjö í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í Gesthús á Selfossi. Vitni sá til ungs manns koma út úr húsinu og fara í burtu á reiðhjóli. Í ljós kom að búið var að taka nokkuð magn af áfengi sem fannst skömmu síðar falið skammt frá húsinu.

Nakinn maður á Suðurlandsvegi

Lögreglumenn á Selfossi hafa verið á miklum þeytingi milli staða og sinnt margvíslegum verkefnum um helgina. Um kvöldmatarleytið í gær barst lögreglu tilkynning um að nakinn maður væri að húkka sér far á Suðurlandsvegi við Selfoss. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var engan nakinn mann að sjá. Annað hvort hefur verið um gabb að ræða eða einhverjum vegfaranda litist vel á manninn og tekið hann upp, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Fjölmörg atriði standa enn út af borðinu

Fjölmörg atriði standa enn út af borðinu í viðræðum um Icesave málið en samninganefnd íslenskra stjórnvalda fundaði fyrir helgi með þeim bresku og hollensku um framhald viðræðna. Stjórnarandstöðunni er haldið upplýstri um gang mála.

Alþjóðleg nefnd rannsakar banaslysið á Grundartanga

Alþjóðleg rannsóknarnefnd kemur til landsins á morgun til að rannsaka banaslysið sem varð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga á þriðjudag. Forstjóri fyrirtækisins vonast til að fá betri upplýsingar um orsakir slysins þegar líður á vikuna.

Fyrrverandi Veðurstofustjóri vill bæjarstjórastól

22 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði og rann umsóknarfrestur út 27. júní. Aðeins tveir umsækjendanna eru búsettir á Vestfjörðum þar af einn í Vesturbyggð en það er Ragnar Jörundsson, núverandi bæjarstjóri bæjarfélagsins.

Þrír stútar stöðvaðir í Galtalæk

Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs í eða í grennd við Galtalæk í nótt en þar fór fram útihátíð um helgina. Einn ökumannanna var jafnframt talinn aka undir áhrifum fíkniefna. Talsverð ölvun var á svæðinu en skemmtanahald fór vel fram, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Talsverður erill hjá lögreglu á Akranesi

Talsverður erill var hjá lögreglunni Akranesi í nótt en þar fór fram um helgina helginabæjarhátíðin Írskir dagar. Í heildina fór skemmtanahald vel fram, að sögn lögreglu en nokkrir þurftu þó að gista í fangageymslum sökum ölvunar. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og þá var annar ökumaður stöðvður undir morgun en sá var talinn hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Syntu fullir yfir Hvítá

Þrír ungir menn syntu ölvaðir yfir Hvítá í Árnessýslu á fjórða tímanum í nótt. Þeir höfðu verið að skemmta sér á tjaldstæðinu í Laugarási þegar tóku þá ákvörðun að frá sér sundsprett. Félagar þeirra tóku að ókyrrast og höfðu samband við lögreguna á Selfossi sem ræsti út auka mannskap og björgunarsveitarmenn. Útkallið var afturkallað tæpum hálftíma síðar þegar mennirnir komu í leitirnar. Þeir höfðu þá synt yfir í Hrunamannahrepp skammt frá bænum Auðsholti og gengið til baka með fram ánni. Að sögn lögreglu voru mennirnir blautir og kaldir en að öðru leyti varð þeim ekki meint af.

Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg

„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?“ segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki málið að svo stöddu.

Verkefnin að klárast

Verktakaiðnaðurinn sér fram á auðn þegar helstu verkefni í mannvirkjagerð og jarðvinnu klárast hvert af öðru í sumar og haust. Fjögur fyrirtæki í greininni gripu til fjöldauppsagna nú um mánaðamótin.

„Ég vona bara að unga fólkið skapi betri heim“

Fordómar mega aldrei stjórna fólki. Það er mikilvægasta lexían sem mannkynið getur dregið af helförinni. Þetta segir maður sem ungur að árum slapp lifandi úr útrýmingarbúðunum í Auschwitz. Hann hélt í vikunni fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann deildi reynslu sinni með gestum og afkomendum sem hann á hér á landi.

Hungur og vonleysi

Hungur og vonleysi bíður fjölskyldna sem hafa þurft að reiða sig á matargjafir en hjálparsamtök sem gefa slíkar gjafir eru komin í sumarfrí. Þetta segir öryrki sem nær ekki endum saman á bótunum sem hún fær frá hinu opinbera.

Guðbergur sýnir áróður

Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur opnað áróðurssýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík og sýnir gömul áróðursveggspjöld frá einræðisherrum og stjórnmálaforingjum. Þetta er ekki fyrsta áróðurssýningin sem Guðbergur heldur. Hann var með sambærilega sýningu fyrir 35 árum í Súmmsalnum í Reykjavík.

Bílaleigur skila bílum

Bílaleigufyrirtækið Hertz neyddist til að skila hundrað af tæplega fjögur hundruð bifreiðum sem félagið keypti af Toyota umboðinu á Íslandi, vegna samdráttar á bílaleigumarkaði. Pantanir hafa dregist saman um fimmtung miðað við árið í fyrra.

Níu langreyðar skotnar á tæpri viku

Níu langreyðar hafa nú verið skotnar á þeirri tæpri viku sem liðin er frá því að stórhvalaveiðar hófust í ár. Hvalbátarnir tveir, Hvalur átta og níu, komu með fyrstu þrjá hvalina að landi í Hvalfirði á þriðjudagskvöld. Á fimmtudag komu þeir með tvo hvali hvor, áttundi hvalurinn var svo dreginn upp í hvalstöðina í dag og von er á þeim níunda í nótt. Heimilt er að veiða 175 langreyðar í ár.

Bílvelta á Hellisheiði

Bifreið valt út af veginum um Hellisheiði skömmu eftir klukkan fimm í dag. Slysið varð rétt vestan við Kambana, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi. Ökumaðurinn er ekki talinn mikið slasaður en bifreiðinn er mikið skemmd. Ökumaðurinn verður að öllum líkindum fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar.

Sjá næstu 50 fréttir