Innlent

Íbúar Djúpavogs geta drukkið rennandi vatn á ný

Hér sést umfang skriðunnar og hvar hún hefur fallið við göngubrúna inn á Búlandsdal. Nú er búið að laga vatnsveituna.
Hér sést umfang skriðunnar og hvar hún hefur fallið við göngubrúna inn á Búlandsdal. Nú er búið að laga vatnsveituna. Mynd/djupivogur.is
Nú geta íbúar Djúpavogs drukkið rennandi vatn á nýjan leik eftir að skemmdir urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar að aurskriða féll á hana. Starfsmönnum hreppsins tókst að gera við skemmdirnar í gær og segir sveitarstjórinn skemmdirnar umtalsverðar í samtali við Austurgluggann.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands fór þess á leit við bæjarbúa Djúpavogs að þeir skyldu sjóða neysluvatn en nú geta íbúar bæjarins slökkt á hellunum og drukkið vatnið beint úr krananum.




Tengdar fréttir

Íbúar Djúpavogs þurfa að sjóða neysluvatn

Heilbrigðiseftirlit Austurlands fer þess á leit við bæjarbúa Djúpavogs að þeir sjóði neysluvant. Skriða féll úr Búlandsdal í nótt með þeim afleiðingum að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og vatn ekki neysluhæft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×